Skipulagsnefnd (2000-2002)
95. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal umhverfis- og tæknisviðs að Dalbraut 8, 26. nóvember 2001, kl. 15:00.
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
Sigurlína G. Júlíusdóttir, Lárus Ársælsson,
Edda Agnarsdóttir.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi. Ritari var Hafdís Sigurþórsdóttir.
1. Garðagrund / Garðar, áfengisleyfi. (001.975.03)
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs dags. 18. okt. Sl. Varðandi umsögn skipulagsnefndar um endurnýjun eldra leyfis vegna flutnings í nýtt húsnæði fyrir veitingastofu í Steinaríki Íslands.
Frestað.
2. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 1-2.
Umfjöllun um endanlega tillögu að deiliskipulagi í klasa 7-8. Meðfylgjandi eru drög að skipulagsskilmálum.
Formanni skipulagsnefndar falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri við skipulagshönnuði.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:40.