Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

86. fundur 21. ágúst 2001 kl. 13:00 - 13:45

86. fundur skipulagsnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 21. ágúst 2001 kl. 13:00.
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
 Edda Agnarsdóttir,
 Sigurlína G. Júlíusdóttir,
 Halldór Stefánsson varamaður.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi.  Fundarritari var Hafdís Sigurþórsdóttir.
1. Vesturgata 48.  Breytt notkun.   (000.912.17) Mál nr. SN010030
290641-7649 Halldór Friðgeir Jónsson, Vesturgötu 48, 300 Akranesi
Áður afgreitt erindi vegna breyttrar notkunar húsnæðis.
Skipulagsnefnd leggur til að breyting á deiliskipulagi sem lögð var til á fundi skipulagsnefndar 31. júlí 2001 nái aðeins til lóðar nr. 48 við Vesturgötu.
2. Stillholt 2.  Breytt notkun.   (00.081.301) Mál nr. BN010033
230156-2399 Eggert Guðmundsson, Fífurima 24, 112 Reykjavík
Breyting á deiliskipulagi sem auglýst var samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  Tillagan var auglýst frá og með 6. júlí til 3. ágúst 2001.
Jóhannes Snorrason vék af fundi meðan málið var rætt.  Engar athugasemdir bárust, skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að deiliskipulagi verði samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.  13:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00