Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

78. fundur 05. júlí 2001 kl. 13:00 - 15:15
78. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 5. júlí 2001 kl. 13:00.
 
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
  Sigurlína G. Júlíusdóttir,
  Lárus Ársælsson,
  Edda Agnarsdóttir.
Auk þeirra byggingar- og skipulagsfulltrúi Magnús Þórðarson og Hafdís Sigurþórsdóttir ritari.
 
1. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 7-8.  Mál nr. SN010016
Val á ráðgjöfum til deiliskipulagsvinnu.
Sjá afgreiðslu á 2. lið.
 
2. Ægisbraut, deiliskipulag.   Mál nr. SN010004
Val á ráðgjöfum til deiliskipulagsvinnu.
Tilboð bárust frá 4 ráðgjöfum.  Mat skipulagsnefndar á ráðgjöfum var unnið á grundvelli tillögu að vali á ráðgjöfum til deiliskipulagsvinnu sem samþykkt var af skipulagsnefnd 22. maí 2001 og í bæjarráði 25. maí 2001.
Í heildarmati skipulagsnefndar á ráðgjöfum hlaut Arkitektastofa Hjördísar og Dennis flest stig.  Batteríið ehf. arkitektar, næst flest stig, síðan Alark arkitektar sf en fæst stig hlaut Úti og inni arkitektastofa. 
 
3. Tindaflöt ,   Mál nr. SN010027
Breyting á götu og lóðamörkum.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í framkomnar hugmyndir að breytingu á deiliskipulagi sem miðast við breytingar á götu og breytingar á  byggingarreit og lóðamörkum á Tindaflöt 16 og 2-10.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:15.
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00