Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

76. fundur 19. júní 2001 kl. 13:00 - 15:00
76. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 19. júní 20012001 kl. 13:00.
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
  Sigurlína G. Júlíusdóttir,
  Edda Agnarsdóttir,
  Heiðrún Janusardóttir varamaður.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þóðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi.  Fundarritari var Hafdís Sigurþórsdóttir.
1. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 7-8.   Mál nr. SN010016
Val á ráðgjöfum til deiliskipulagsvinnu.
Frestað.
2. Ægisbraut, deiliskipulag.   Mál nr. SN010004
Val á ráðgjöfum til deiliskipulagsvinnu.
Frestað.
3. Garðagrund, hraðahindrun.   Bréf.  Mál nr. SN010026
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs varðandi hraðahindrun á Garðagrund til móts við Lerkigrund, skipulagsnefnd er falið að ákveða staðsetningu hennar.  Meðfylgjandi er bréf og undirskriftalisti meðal íbúa á Lerkigrund.
Skipulagsnefnd leggur til að hraðahindrun á Garðagrund verði staðsett í beinu framhaldi af göngustíg sem er milli fjölbýlishúsins við Lerkigrund og Einigrund.
4. Kirkjubraut 25.  (000.862.04) Mál nr. SN010021
150550-4759 Magnús H. Ólafsson, Merkigerði 18, 300 Akranesi.
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs dags 7. júní 2001, varðandi umsókn Magnúsar H. Ólafssonar um 3 m spildu af lóð Kirkjubrautar 25.  Meðfylgjandi er riss af lóðunum.  Uppdráttur og afrit af bréfi frá umhverfisfulltrúa varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni fylgir með til kynningar.
Sigurlína vék af fundi meðan málið var rætt.  Skipulagsnefnd leggur til að lóðarmörkum Merkigerðis 18 verði breytt til að koma fyrir bílastæði inn á lóð samkvæmt framkominni umsókn Magnúsar H. Ólafssonar.  Miða skal við að útfærsla svæðisins verði í samræmi við hönnun lóðar nr. 25 við Kirkjubraut og að frágangi svæðisins verði lokið samhliða.
5. Steinsstaðaflöt 6 og 8.   Mál nr. SN010024
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi
Bréf Runólfs fyrir hönd Guðlaugar S. Sigurjónsdóttur lóðarhafa á ofangreindri lóð, þar sem farið er fram á breytingu á byggingarlínu.
Framkomin ósk um breytingu á byggingarreit kallar á breytingu á deiliskipulagi.  Skipulagsnefnd leggst ekki gegn því að deiliskipulagi verði breytt miðað við að fjarlægð byggingarreits frá götu verið skv. framkominni tillögu og að byggingarreitur lóða nr. 2, 4, 6 og 8 verði a.m.k. 5m frá lóðamörkum leiksvæðis og lóðarmörkum lóðar nr. 10 við Steinsstaðaflöt.  Skipulagsnefnd getur fallist á að nefnd breyting á deiliskipulagi verði auglýst og kynnt skv. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
 
6. Kirkjubraut 15.     Áfengisleyfi. (00.086.210) Mál nr. SN010025
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs dags. 8. júní 2001 varðandi umsögn skipulagsnefndar um endurnýjun eldra leyfis til almennra áfengisveitinga til eins árs á veitingastaðnum Café 15, Kirkjubraut 15.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd varðandi umsókn veitingastaðarins Café 15 um áfengisleyfi, þar sem hún er í samræmi við skipulagsskilmála svæðisins.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:00.
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00