Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

75. fundur 05. júní 2001 kl. 13:00 - 16:30
75. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 5. júní 2001 kl. 13:00.
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
  Sigurlína G. Júlíusdóttir,
  Edda Agnarsdóttir,
  Lárus Ársælsson,
  Heiðrún Janusardóttir varamaður.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi.  Fundarritari var Hafdís Sigurþórsdóttir.
1. Akursbraut 9, deiliskipulag.,  (00.091.307) Mál nr. SN010023
230156-2399 Eggert Guðmundsson, Fífurima 24, 112 Reykjavík.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að kynna framkomnar hugmyndir að breytingu á Akursbraut 9 fyrir lóðarhöfum lóða nr. 7, 11a, 11b, 11c,11d og 13 við Akursbraut og lóða nr. 26, 28, 30, 32, og 34 við Suðurgötu samkvæmt 26.gr. skipulags- og byggingarlaga um grenndarkynningu.
2. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 1-2.,   Mál nr. SN010018
Farið yfir helstu atriði í deiliskipulagsvinnu.  Kanon arkitektar boðaðir á fundinn kl. 14:00.
Farið yfir helstu áhersluatriði í deiliskipulagsvinnu fyrir klasa 1 og 2.  Kanon arkitektar leggi fram nánari útfærslu að tímaáætlun fyrir deiliskipulagsvinnuna miðað við að fyrstu hugmyndir að deiliskipulagi verði lagðar fyrir fund skipulagsnefndar 3. júlí 2001.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:30
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00