Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

73. fundur 22. maí 2001 kl. 13:00 - 16:00
73. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 22. maí 2001 kl. 13:00.
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
  Edda Agnarsdóttir,
  Sigurlína G. Júlíusdóttir,
  Lárus Ársælsson,
  Heiðrún Janusardóttir.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs og Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi.  Fundarritari var Hafdís Sigurþórsdóttir.
1. Akursbraut 9.   Mál nr. SN000051
230156-2399 Eggert Guðmundsson, Fífurima 24, 112 Reykjavík
Aðalskipulag sem auglýst var samkvæmt 2. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  Breytingin fólst í að lóðin verði fyrir verslunar- og íbúðarhúsalóð í stað iðnaðar.  Tillagan var auglýst frá og með 30. mars 2001 til og með 27. apríl 2001, athugasemdafrestur var til 11. maí 2001.
Athugasemdir frá Hauki Þórissyni vegna Akursbrautar 11a, Guðmundi Hallgrímssyni vegna Akursbrautar 11b, Reynir Sigurbjörnsson vegna Akursbrautar 11c og Birni Guðmundssyni vegna Akursbrautar 11d, bréf dags. 26. apríl 2001.
?Undirritaðir fulltrúar eigenda húseignarinnar við Akursbraut 11a?11d mótmælum, með bréfi þessu, eindregið þeim breytingum á aðalskipulagi Akraness 1992-2012 sem kynnt hefur verið í auglýsingu frá 23. mars s.l..  Samkvæmt auglýsingunni nær breytingin til lóðarinnar nr. 9 við Akursbraut og felst í að lóðin verði skilgreind fyrir blandaða landnotkun þ.e. verslunar- og íbúðalóð í stað iðnaðar.
Fasteignirnar að Akursbraut 9 og 11a-11d eru sambyggðar og því telja undirritaðir að það rýri verulega notagildi Akursbrautar 11a-11d verði landnotkun Akursbrautar 9 breytt í verslunar- og íbúðalóð.  Einnig telja undirritaðir að slík breyting skapi Akraneskaupstað ábyrgð gagnvart húseigendum Akursbrautar 11a-11d og hugsanlega kaupskyldu eignanna, komi til einhverra takmarkana á núverandi starfsemi í húsnæði þeirra, sbr. 33. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Samkvæmt framansögðu óskum við eftir því að breytingin á aðalskipulagi Akraness 1992-2012 vegna landnotkunar lóðarinnar við Akursbraut 9 verði ekki samþykkt.?
Athugasemdir frá Steingrími Benediktsson heilbrigðisfulltrúa fyrir hönd Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, bréf dags. 10. maí 2001.
?Vísað er til auglýsingar dags. 23. mars 2001 vegna þessa erindis.  Þar er beðið um athugasemdir við breytingu á gildandi aðalskipulagi Akraness.  Með breytingunni á að skilgreina lóðina við Akursbraut 9 fyrir blandaða landnotkun, þ.e. verslunar- og íbúðalóð í stað iðnaðarlóðar.
Vegna þessara fyrirætlana vill heilbrigðiseftirlitið minna á reglugerð nr. 933/1999 um hávaða og telur jafnframt nauðsynlegt að gerð verði sérstök úttekt á hljóðvist í fyrirhuguðu íbúðarhúsnæði og það hannað þannig að hljóðstig innandyra verði í samræmi við reglugerðina.
Þarna stendur til að breyta iðnaðarhúsnæði í íbúðir.  Í næsta nágrenni eru fyrirtæki í viðurkenndu iðnaðarhúsnæði eins og trésmiðja, blikksmiðja og bílaverkstæði.  Þá er fiskimjölsverksmiðja handan götunnar.  Í framtíðinni er ómöglegt að segja til um hvaða iðnaðarstarfsemi gæti komið á svæðið ef eigendaskipti verða á húsnæði.
Í reglugerð um hávaða eru tiltekin sérstök viðmiðunarmörk fyrir leyfilegan hávaða.  Í gr. 6 í reglugerðinni segir svo m.a.:  ?Forráðamönnum fyrirtækja og stofnana er skylt að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir óþægindi af völdum hávaða.?
Af þessu leiðir að ef íbúar í væntanlegum íbúðum verða fyrir óþægindum, má gera ráð fyrir að þrengt verði að rekstri fyrirtækjanna með auknum kröfum á þau um hávaðavarnir.  Eðlilegast hlýtur því að vera að ganga þannig frá íbúðunum að slíkt verði ekki að ræða.?
Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gangna.
2. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 1 og 2.   
Lögð fram drög að samningi við Kanon arkitekta.
Formanni skipulagsnefndar og byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu.
3. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 7-8.   Mál nr. SN010016
Tillaga um val á ráðgjöfum til deiliskipulagsvinnu
Lögð var fram tillaga byggingar- og skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að vali á ráðgjafa.  Formanni skipulagsnefndar og byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að fullvinna tillöguna miðað við að:
1. Ráðgjöfum samkvæmt framkominni tillögu verði gefinn kostur á að gera tilboð í deiliskipulagsvinnu og leggja fram ítarleg gögn sem sýna á greinargóðan hátt dæmi um hliðstæð verkefni sem ráðgjafi hefur leyst af hendi á síðustu 2 til 3 árum.
2. Eftir að bréf með ósk um tilboð hefur verið sent út verði ekki bætt á þann lista ráðgjafa sem tiltekinn er í því bréfi.
3. Að litið verði á aðferð við val á ráðgjafa sem lokað útboð.
4. Gögn lögð fram af ráðgjöfum verði metin af skipulagsnefnd.  Miðað við að vægi tilboðs sé 60%, vægi mats á framlögðum gögnum sé 40% af heildarmati skipulagsnefndar á ráðgjöfum.
5. Nefndin mæli með þeim ráðgjafa sem fái hagstæðasta heildarmat skipulagsnefndar.
Fullunna tillögu skal síðan leggja fyrir bæjarráð til kynningar.
Lárus bókar eftirfarandi:
Ég tel ástæðulaust að spyrða saman tveimur ólíkum skipulagsverkefnum.  Eðlilegra væri að bjóða hönnuðum innanbæjar að vinna annað verkefnið, að öðru leyti er ég fylgjandi tillögunni.

4. Ægisbraut, deiliskipulag.   
Tillaga um val á ráðgjöfum til deiliskipulagsvinnu.
Vísað er í tillögu 3. liðar. 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:00.
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00