Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

62. fundur 16. janúar 2001 kl. 13:00 - 15:50
62. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 16. janúar 2001 kl. 13:00.
 
 Mættir:            Guðbjartur Hannesson varaformaður,
                        Sigurlína G. Júlíusdóttir,
                        Lárus Ársælsson,
                        Edda Agnarsdóttir,
Varamaður       Guðlaugur I. Maríasson.
Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi, Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.
 
1.             Ásar golfvöllur.
580169-6869 Golfklúbburinn Leynir, Grímsholt 300 Akranesi.
Umsókn Lárusar fyrir hönd Golfklúbbsins Leynis um heimild til að byggja skrifstofuhús í næsta nágrenni við klúbbhús samkvæmt teikningu Lárusar Ársælssonar verkfræðings, Verkfræðiþjónustu Akraness ehf., Kirkjubraut 56, Akranesi.
Stærðir húss:                   34,7 m2              115,8 m3
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og bygginarlaga.
 
2.             Flatahverfi, deiliskipulag klasi 9.
610596-2829 Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar, Jörundarholti 30, 300 Akranesi.
Tillaga Gísla Sigurðssonar fyrir hönd Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar um deiliskipulag á klasa nr. 9 í Flatahverfi.
Runólfur Þ. Sigurðsson og Þráinn E. Gíslason mættu á fundinn og kynntu fyrirliggjandi tillögur að deiliskipulagi í klasa 9 í Flatahverfi.  Þráinn óskar eftir að erindið verði lagt fyrir næsta bæjarstjórnarfund ef mögulegt er.  Byggingar- og skipulagsfulltrúa og sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að athuga eftirfarandi atriði:
     I.       Mörk deiliskipulagsins og m.a. að taka gangstíg sunnan við svæðið inn í deiliskipulagið.
    II.              Rými fyrir hringtorg.
   III.              Taka út nýtanlegt ris.
   IV.              Nýtingarhlutfall fyrir klasann í heild.
    V.              Skilgreina breidd á stígum.
   VI.              Skilgreina húsagerðir og er vilji til að hafa þar bílgeymslur með sem flestum íbúðum.
  VII.              Snúningspláss í enda botnlanga og gatnakerfið innan klasans.
 VIII.              Einbýlishúsalóðum þyrfti að fjölga.
   IX.              Staðsetning leiksvæðis fyrir börn.
     X.              Staðsetning byggingarreita á ákveðnum lóðum.
Lagt er til að halda fund næstkomandi þriðjudag kl. 13:00 ef gögn eru tilbúin og bæjarstjórn óskar eftir að taka þetta fyrir á næsta reglulega fundi.
 
3.             Fundaráætlun fyrir árið 2001.
Lagt fram.
 
4.             Akursbraut 9.
230156-2399 Eggert Guðmundsson, Fífurima 25, 112 Reykjavík.
Breyting á deiliskipulagi á ofangreindri lóð samkvæmt teikningu Kristins Ragnarssonar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst samkvæmt 18. grein skipulags- og bygginarlaga.
  
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.  15:50.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00