Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

38. fundur 11. janúar 2000 kl. 13:00 - 15:30
38. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16 - 18, þriðjudaginn 11. janúar 2000, kl. 13:00.

Mættir: Jóhannes Snorrason formaður, Sigurlína Guðrún Júlíusdóttir, Guðbjartur Hannesson, Lárus Ársælsson og Edda Agnarsdóttir varamaður.
Auk þeirra Skúli Lýðsson, byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.


1. Sólmundarhöfði.
Kynnt vinna við deiliskipulagsbreytingu að Sólmundarhöfða.
Framkomin tillaga kallar á breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi, þannig að þjónustusvæði og útivistarsvæði er breytt í svæði fyrir íbúðarbyggð. Nefndin telur að ekki sé mögulegt að taka afstöðu til framkominnar tillögu fyrr en fyrir liggja með formlegum hætti áætlanir bæjaryfirvalda og stjórnar Dvalarheimilisins Höfða um framtíðaruppbyggingu þjónustu á svæðinu.

2. Ásar / Traðarbakkaland
Tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að deiliskipulagi verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga í beinu framhaldi og með fyrirvara um samþykkt framkominnar tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Miðað skal við að göngu- og reiðstígar verði merktir inn á deiliskipulagsuppdrætti í stað göngustíga við Leynislæk, einnig skal koma fram í greinargerð með deiliskipulagstillögu að staðsetning bílastæða á lóðum skuli vera háð samþykki byggingarnefndar.

3. Bréf. Víðigrund - Leynisbraut
Bréf bæjarráðs dags. 30. desember 1999 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsnefndar á úthlutun á óbyggðu svæði milli Leynisbrautar og Víðigrundar.
Framkomin tillaga kallar á breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi þannig að útivistarsvæði er breytt í svæði fyrir íbúðabyggð. Skipulagsnefnd leggst gegn því að útivistarsvæði sé skert að því marki sem framkomin tillaga gerir ráð fyrir. Nefndin vísar jafnframt til fyrri umfjöllunar nefndarinnar um íbúðabyggð á þessu svæði þar sem nefndin lagði til að helmingur svæðisins yrði tekin undir íbúðabyggð. Nefndin bendir jafnframt á að áhætta er fólgin í því að setja vatnsrennsli Leynislækjar í rör.

4. Flatahverfi - rammaskipulag.
Framhaldi skipulagsvinnu..
Lagðir voru fram ?Minnispunktar um umferðarskipulag Flatahverfis á Akranesi? og ?Rammaskipulag kennitölur? ásamt munnlegri umsögn Þorvaldar Vestmann fyrir hönd Akranesveitu þar sem fram kom að ekki er munur á framkomnum tillögum að rammaskipulagi með tilliti til uppbyggingar aðveitu- og fráveitukerfa, afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5. Miðbæjarreitur - deiliskipulag.
Skipulag bílastæða.
Skipulagsnefnd felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að láta ljúka vinnu við frágang deiliskipulags Miðbæjarreits samkvæmt framkominni tillögu um innra skipulag bílastæða, miðað er við heildarfjölda bílastæða a.m.k. 160 bílastæði.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:30
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00