Skipulagsnefnd (2000-2002)
39. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudaginn 18. janúar 2000 kl. 13:00.
Mættir: Jóhannes Snorrason formaður, Sigurlína Guðrún Júlíusdóttir, Edda Agnarsdóttir, Guðbjartur Hannesson og Lárus Ársælsson.
Auk þeirra Skúli Lýðsson, byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Ásar / Traðarbakkaland, aðalskipulag.
Vegna breytinga á svæðinu suð-austan Jörundarholts og norð-austan Leynisbrautar við landamerki Akraneskaupstaðar og innri- Akraneshrepps, svokkallað Ásar / Traðarbakkaland, úr opnu grænu svæði í íbúðarsvæði. Tillagan var auglýst frá og með 22. desember 1999 til 12. janúar 2000. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu að aðalskipulagi verði samþykkt og leggur til að bæjarstjórn leiti heimildar skipulagsstofnunar til að auglýsa framkomna tillögu í b-deild stjórnartíðinda samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
2. Flatahverfi - rammaskipulag.
Framhaldi skipulagsvinnu.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um tillögur Kanon arkitekta dags. des. 1999 og AB4 ehf. / AVT ehf. dags. des. 1997 að rammaskipulagi Flatahverfis. Nefndin hefur fengið umsögn um tillögurnar með tilliti til uppbyggingar veitukerfa og umferðarskipulag, ásamt upplýsingum um kennitölur fyrir rammaskipulag. Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Kanon arkitekta um að fullgera rammaskipulag að Flatahverfi og að vinna deiliskipulag fyrir 1. áfanga innan væntanlegs rammaskipulags.
Samþykkt af eftirfarandi: Jóhannes Snorrason, Sigurlína G Júlíusdóttir og Lárus Ársælsson. Hjá sátu Edda Agnarsdóttir og Guðbjartur Hannesson.
Guðbjartur Hannesson óskar fært til bókar: Ég tel að ekkert hafi komið fram sem mælir með að ganga til samninga við Kanon arkitekta fremur en AB4 / AVT ehf. Um sambærilegar tillögur er að ræða, þar sem uppbygging umferðarkerfis er helsti munurinn Kanon arkitektum í hag. Áætlaður kostnaður AB4 / AVT ehf er lægri og verktími skemmri og tel ég eðlilegt að vinna áfram skv. tillögu þeirra og ganga til samninga við þá. Tillaga AB4 / AVT hefur ekki verið kynnt sérstaklega af hönnuðum í nefndinni líkt og gert var með tillögu Kanon. Þá tel ég tillögu AB4 / AVT aðgengilegri í framkvæmd. Ég leggst þó ekki gegn tillögum Kanon arkitekta.
3. Kalmansvellir 1 (01.000.596.01)
430866-0289 Bjarg ehf., verslun, Skólabraut 21, 300 Akranesi.
Bréf Örlygs Stefánssonar dags. 12. janúar 2000 varðandi breytta notkun lóðarinnar að Kalmansvöllum 1.
Skipulagsnefnd leggst ekki gegn breytingu á notkun á húsnæði samkvæmt framkominni tillögu þar sem nefndin telur að breytt notkun falli innan deiliskipulagsskilmála svæðisins.
4. Smiðjuvellir - deiliskipulag.
Endurskoðun.
Nefndin leggur til að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Smiðjuvelli, með tilliti til breytinga á lóðarmörkum og notkun lóða við Esjubraut.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:10
Mættir: Jóhannes Snorrason formaður, Sigurlína Guðrún Júlíusdóttir, Edda Agnarsdóttir, Guðbjartur Hannesson og Lárus Ársælsson.
Auk þeirra Skúli Lýðsson, byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Ásar / Traðarbakkaland, aðalskipulag.
Vegna breytinga á svæðinu suð-austan Jörundarholts og norð-austan Leynisbrautar við landamerki Akraneskaupstaðar og innri- Akraneshrepps, svokkallað Ásar / Traðarbakkaland, úr opnu grænu svæði í íbúðarsvæði. Tillagan var auglýst frá og með 22. desember 1999 til 12. janúar 2000. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu að aðalskipulagi verði samþykkt og leggur til að bæjarstjórn leiti heimildar skipulagsstofnunar til að auglýsa framkomna tillögu í b-deild stjórnartíðinda samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
2. Flatahverfi - rammaskipulag.
Framhaldi skipulagsvinnu.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um tillögur Kanon arkitekta dags. des. 1999 og AB4 ehf. / AVT ehf. dags. des. 1997 að rammaskipulagi Flatahverfis. Nefndin hefur fengið umsögn um tillögurnar með tilliti til uppbyggingar veitukerfa og umferðarskipulag, ásamt upplýsingum um kennitölur fyrir rammaskipulag. Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Kanon arkitekta um að fullgera rammaskipulag að Flatahverfi og að vinna deiliskipulag fyrir 1. áfanga innan væntanlegs rammaskipulags.
Samþykkt af eftirfarandi: Jóhannes Snorrason, Sigurlína G Júlíusdóttir og Lárus Ársælsson. Hjá sátu Edda Agnarsdóttir og Guðbjartur Hannesson.
Guðbjartur Hannesson óskar fært til bókar: Ég tel að ekkert hafi komið fram sem mælir með að ganga til samninga við Kanon arkitekta fremur en AB4 / AVT ehf. Um sambærilegar tillögur er að ræða, þar sem uppbygging umferðarkerfis er helsti munurinn Kanon arkitektum í hag. Áætlaður kostnaður AB4 / AVT ehf er lægri og verktími skemmri og tel ég eðlilegt að vinna áfram skv. tillögu þeirra og ganga til samninga við þá. Tillaga AB4 / AVT hefur ekki verið kynnt sérstaklega af hönnuðum í nefndinni líkt og gert var með tillögu Kanon. Þá tel ég tillögu AB4 / AVT aðgengilegri í framkvæmd. Ég leggst þó ekki gegn tillögum Kanon arkitekta.
3. Kalmansvellir 1 (01.000.596.01)
430866-0289 Bjarg ehf., verslun, Skólabraut 21, 300 Akranesi.
Bréf Örlygs Stefánssonar dags. 12. janúar 2000 varðandi breytta notkun lóðarinnar að Kalmansvöllum 1.
Skipulagsnefnd leggst ekki gegn breytingu á notkun á húsnæði samkvæmt framkominni tillögu þar sem nefndin telur að breytt notkun falli innan deiliskipulagsskilmála svæðisins.
4. Smiðjuvellir - deiliskipulag.
Endurskoðun.
Nefndin leggur til að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Smiðjuvelli, með tilliti til breytinga á lóðarmörkum og notkun lóða við Esjubraut.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:10