Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

40. fundur 01. febrúar 2000 kl. 13:00 - 14:40
40. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudaginn 1. febrúar 2000, kl. 13:00.

Mættir: Jóhannes Snorrason formaður, Edda Agnarsdóttir, Guðbjartur Hannesson, Sigurlína Guðrún Júlíusdóttir og Lárus Ársælsson.
Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Ársskýrsla.
Umræður um efni í ársskýrslu 1999.

2. Arnardalsreitur deiliskipulag.
Breyting á lóðamörkum Háholts 16 og Skagabrautar 21.
Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á lóðamörkum samkvæmt framkominni tillögu að breytingu á deiliskipulagi og leggur til við bæjarstjórn að farið verði með deiliskipulagsbreytinguna samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Um er að ræða hliðrun á lóðamörkum milli lóða nr. 16 við Háholt og nr. 21 við Skagabraut í átt að Háholti. Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að kynna framkomna tillögu fyrir eigendum húsanna nr. 19 og 23 við Skagabraut og nr. 14 og 18 við Háholt.

3. Smiðjuvellir deiliskipulag.
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi.
Umræður.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:40
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00