Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

49. fundur 16. maí 2000 kl. 13:00 - 15:25
49. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudaginn 16. maí 2000, kl. 13:00.

Mættir: Jóhannes Snorrason formaður,
Sigurlína Guðrún Júlíusdóttir,
Guðbjartur Hannesson
Lárus Ársælsson
Varamaður: Heiðrún Janusardóttir,
Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Bárugata 15.
450396-2579 H. Björnsson ehf., Kirkjubraut 8, 300 Akranesi.
Erindi Hreins um að breyta notkun efri hæðar hússins á ofangreindri lóð í íbúðarhúsnæði, byggingarnefnd vísaði málinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Samkvæmt 3. gr. 3. mgr. skipulagsskilmála fyrir Breiðarsvæðið er ?Aukning íbúðarbyggðar á svæðinu ekki heimil.? Skipulagsnefnd synjar því erindinu.

2. Esjubraut 1.
081154-2289 Hörður Kári Jóhannesson, Vesturgötu 24, 300 Akranesi.
Bréf Harðar K Jóhannessonar dags. 5. maí 2000, þar sem hann sækir um að fá að byggja á grænu svæði við Esjubraut.
Samkvæmt aðalskipulagi er ofangreint svæði útivistarsvæði, skipulagsnefnd leggst gegn breytingu á aðalskipulagi og synjar því erindinu.

3. Flatahverfi.
Tillaga að rammaskipulagi lögð fram. Jóhannes Ingibjartsson og Ævar Harðarson kynntu tillöguna.

4. Kirkjubraut 11.
181245-3959 Hilmar Björnsson, Jaðarsbraut 29, 300 Akranesi.
Áður frestaðri fyrirspurn Magnúsar fyrir hönd Hilmars um álit nefndarinnar á viðbyggingu við Hótel Barbró samkvæmt meðfylgjandi rissi Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, Markstofunni, Merkigerði 18, Akranesi. Byggingarnefnd vísar ofangreindu erindi til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari upplýsingum, varðandi bílastæðismál, götumynd frá Heiðargerði og Kirkjubraut, afstöðumynd þar sem sýnir fjarlægðir til næstu húsa. Sigurlína G Júlíusdóttir vék af fundi meðan málið var rætt.

5. Vesturgata 14.
610596-2829 Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar sf., Jörundarholti 30, 300 Akranesi.
Umsókn Runólfs Þ Sigurðssonar fyrir hönd Trésmiðju Þráins um heimild til að sameina lóðirnar nr. 14 við Vesturgötu og hluta af lóð nr. 17 við Bárugötu.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Lagt er til að farið verði með breytinguna samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulagslaga, grenndarkynning taki til húsanna nr. 10 við Vesturgötu og nr. 15, 17, 19 og 21 við Bárugötu.


6. Sunnubraut 2.
Erindi byggingarfulltrúa varðandi breytingu á lóðarmörkum lóða nr. 2 við Sunnubraut og nr. 87 við Suðurgötu.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Lagt er til að farið verði með breytinguna samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulagslaga, grenndarkynning taki til húsanna nr. 4 við Sunnubraut, nr. 21 við Akurgerði og nr. 85 og 89 við Suðurgötu.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:25.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00