Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

52. fundur 20. júní 2000 kl. 13:00 - 16:50
52. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudaginn 20. júní 2000, kl. 13:00.

Mættir: Jóhannes Snorrason formaður,
Lárus Ársælsson,
Sigurlína G. Júlíusdóttir,
Guðbjartur Hannesson,
Heiðrún Janusardóttir,
Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Sigrún A. Ámundadóttir sem ritaði fundargerð.

1. Kalmansvík.
Bréf Hrafnkels Á. Proppé garðyrkjustjóra þar sem hann óskar eftir framkvæmdaleyfi til að setja upp útilistaverk við Kalmansvík.
Skipulagsnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt þar sem nefndin telur að framkvæmdin falli innan gildandi deiliskipulags.

2. Flatahverfi.
Lokatillaga að skipulagi Flatahverfis kynnt.
Ævar Harðarson mætti á fundinn og kynnt lokatillögu vegna deiliskipulags klasa 3 og 4 í Flatahverfi.
Rætt var ítarlega um tillöguna, stefnt er að afgreiðslu á næsta reglulega skipulagsnefndarfundi.

3. Auglýsingaskilti.
Tillaga Skúla Lýðssonar byggingar- og skipulagsfulltrúa um reglur varðandi staðsetningu og uppsetningu auglýsingaskilta á Akranesi.
Tillaga að reglum lögð fram.

4. Útilistaverk.
Bréf Helgu Gunnarsdóttur menningar- og skólafulltrúa vegna uppsetningar á útilistaverkum við strendur bæjarins.
Bréf Helgu Gunnarsdóttur menningar- og skólafulltrúa lagt fram.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:50
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00