Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

54. fundur 18. júlí 2000 kl. 13:00 - 14:10
54. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudaginn 18. júlí 2000, kl. 13:00.

Mættir: Sigurlína Guðrún Júlíusdóttir,
Edda Agnarsdóttir,
Jóhannes Snorrason,

Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi sem ritaði fundargerð.

1. Brekkubraut 17
061059-7769 Ingólfur Hafsteinsson, Brekkubraut 15, 300 Akranesi.
Grenndarkynning vegna breytinga á lóðum nr. 17 og 19 við Brekkubraut fór fram samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulagslaga, engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við bæjarráð að það samþykki breytinguna og jafnframt að bæjarstjórn lýsi því yfir að hún ábyrgist að bæta það tjón, sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna.

2. Flatahverfi.
Umræður um rammaskipulag.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að athuga með að láta vinna eftirfarandi minniháttar lagfæringar á rammaskipulagi Flatahverfis.

1. Útbúa uppdrátt til viðbótar sem miðist við að sýna lágmarksbreidd á grænum svæðum, og að hámarksbreidd verði sýnd með sérstökum auðkendum línum eða með öðrum skýrum hætti.

2. Kennitölur fyrir hámarksfjölda íbúða í hverjum klasa verði yfirfarnar og miðað við að samanlagður hámarksfjöldi verði 550 íbúðir innan hverfisins.

3. Vegtenging að skógrækt verði sýnd með skýrri og afgerandi stefnu að skógrækt. Vegtenging að byggðasafni verði sýnd punktuð.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:10.
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00