Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

58. fundur 17. október 2000 kl. 13:00 - 14:45
58. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 13:00.

Mættir: Jóhannes Snorrason formaður,
Sigurlína G. Júlíusdóttir,
Edda Agnarsdóttir,
Lárus Ársælsson,
Heiðrún Janusardóttir varamaður,
Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Akratorgsreitur - deiliskipulag.
Endurskoðun deiliskipulags.
Nefndin samþykkir eftirfarandi tillögu byggingar- og skipulagsfulltrúa að vinnutilhögun við endurskoðun á deiliskipulagi Akratorgsreits. Ráðgjafi verði fenginn til liðs við nefndina og deiliskipulagið endurskoðað í grófum dráttum af nefndinni, s.s:
§ Deiliskipulagskort verði fært yfir á kortagrunn.
§ Umferðasérfræðingur meti umferðarskipulagið.
§ Gerð verði húsakönnun.
§ Stærðir byggingarreita verði endurskoðaðir.
§ Fjöldi bílastæða verði endurskoðuður.
§ Hæðir húsa verði endurskoðaðar.

2. Fjárhagsáætlun.
Tillaga formanns skipulagsnefndar og byggingar- og skipulagsfulltrúa.
Nefndin samþykkir eftirfarandi tillögu að fjárhagsáætlun vegna skipulagsmála árið 2001 sem miðar við að unnið verði í eftirfarandi forgangsröð:
§ Endurskoðun deiliskipulags Akratorgsreits, kr. 500.000,-
§ Deiliskipulag Flatahverfis klasa 7, 8 og 9 kr. 1.500.000,-
§ Endurskoðun aðalskipulags 1. áfangi kr. 1.500.000,-
§ Deiliskipulag óskipulagðra svæða 2 áfangar kr. 1.000.000,-
§ Ljósrit og auglýsingar kr. 500.000,-
Samtals kr. 5.000.000,-

3. Flatahverfi - rammaskipulag.
Umræður.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að athuga kostnað við að láta vinna minniháttar lagfæringar á rammaskipulagi Flatahverfis.

4. Umferðarmál.
Umræður.
Byggingar- og skipulagsfulltrúi gerði lauslega grein fyrir hvað gert hefur verið á undanförnum árum í umferðarmálum.

5. Umferðarmál, Heiðarbraut.
Bréf íbúa við Heiðarbraut dags. 6. október. 2000. Bréf Þóris Ólafssonar skólameistara dags 5. september 2000.
Skipulagsnefnd telur ekki koma til greina að opna akstursleið af Heiðarbraut inn á lóð Fjölbrautaskóla Vesturlands, en leggur til að bannað verði að leggja bílum við gangstéttarbrún framan við Heimavist FVA.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:45.
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00