Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

241. fundur 25. júlí 2022 kl. 17:00 - 18:10 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag Garðabraut - Garðabraut 1

2204191

Lýsing fyrir gerð deiliskipulagstillögu á Garðabraut 1 var auglýst með fresti til að skila inn ábendingu til 1. júlí 2022.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar ábendingar við lýsinguna. Ábendingar felast m.a. í hæð húss, skuggavarpi, mögulegum vindsveipum, aukningu á umferð o.s.frv.
Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram.

2.Deiliskipulag Arnardalsreit - Skagabraut 43 - breyting bílaþvottastöð

2203231

Umsókn um að koma fyrir bílaþvottastöð á lóðina skv. meðfylgjandi uppdrætti. Erindið var grenndarkynnt frá 23. júní til og með 22. júlí 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð sem starfar í umboði bæjarstjórnar að deiliskipulagsbreyting skv. grenndarkynningu verði samþykkt send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

3.Deiliskipulag Smiðjuvellir - breyting Smiðjuvellir 4

2207119

Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla sem tekur til lóðarinnar Smiðjuvellir 4. Breytingin felst m.a. í að breyta nh. úr 0,5 í 0,52, lágmarksfjarlægð frá lóðarmörkum Esjubraut verður 8 m í stað 10 m, byggingarreitur er stækkaður um 3,8 m².
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir Smiðjuvöllum 2, Esjubraut 49, Hagaflöt 11, Innnesvegi 1, Dalbraut 16, Skarðsbraut 17-19 og Þjóðbraut 13 og 13A.

4.Vesturgata 81 - umsókn um svalir pallur - breyting úti

2205072

Umsókn um að byggja svalir á 2. hæð samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfi á svölum við Vesturgötu 81.

Grenndarkynning er samþykkt m.t.t þess að talið er að mannvirkið muni ekki hafa mikil áhrif á aðliggjandi lóðarhafa m.a. útsýnis. Áhrif mannvirkis á neðri hæð hússins er í lágmarki þar sem það skyggir einungis á útsýni frá stigapalli og þvottahúsi á neðri hæð þess.

Óskað er eftir ítarlegri gögnum varðandi grenndarkynninguna.

Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum á Vesturgötu 79 og 83.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00