Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

167. fundur 16. ágúst 2020 kl. 08:15 - 10:40 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Þétting byggðar - uppkaup

1910038

Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir fór yfir vinnu hennar og Breka Harðarsonar, varðandi þéttingu byggðar á Akranesi. Skipulags- og umhverfisráð þakkar Hrafnhildi góða kynningu á verkefninu.

2.Brekkubæjarskóli-Endurgerð lóðar-áfangi 1-Tilboð

2008098

Tilboð í verkið: Brekkubæjarskóli-endurgerð lóðar-áfangi 1.
Tvö tilboð bárust í verkið Brekkubæjarskóli endurgerð lóðar, áfangi 1.
Tvö tilboð bárust í verkið:

SE Garðyrkja ehf., 15.983.725 kr.
BOB sf vinnuvélar upp á 23.672.000 kr.
Kostnaðaráætlun er 11.308.600 kr.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fela umhverfisstjóra að semja við lægstbjóðanda.

3.Krókalón - stígur

2007217

Tilboð í verkið: Krókalón Stígur.
Þrjú tilboð bárust í verkið Krókalón - Stígur:

Skóflan hf., 32.860.000 kr.
Íslandsgámar ehf., 51.934.840 kr
Þróttur ehf.,35.471.700 kr.
Kostnaðaráætlunin var upp á 26.146.000 kr.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fela sviðstjóra að semja við lægstbjóðanda.

4.Baugalundur 4 - Umsókn um byggingarleyfi

2003114

Umsókn um að breyta deiliskipulagi 2. áfanga Skógarhverfis, vegna lóðar nr. 4 við Baugarlund, sem felst í að hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar frá 0,35 í 0,42.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum við Baugalund 1, 2, 6 og Blómalund 1 og 3.

5.Skólabraut 19 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa

1807072

Umsókn um að breyta deiliskipulagi Akratorgsreits, breytingin felst í að skilgreina og stækka byggingarreit út frá húsi, fyrir nýjar útitröppur og svalir á 2. hæð.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 við Skólabraut 19. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Skólabraut 15-17, 18, 20, 21 og 22.

Fundi slitið - kl. 10:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00