Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

102. fundur 23. maí 2005 kl. 17:00 - 18:20

102. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 23. maí 2005 kl. 17:00.


 

Mætt á fundi:           

Lárus Ársælsson

Kristján Sveinsson

Guðni Runólfur Tryggvason

Edda Agnarsdóttir

Bergþór Helgason

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 

 

1.

Hitaveitugeymir, ný yfirfallslögn

 

Mál nr. SU050029

 

650779-0299 Hitaveita Akraness og Borgarfj, Dalbraut 8, 300 Akranesi

Erindi Fjarhitunar hf. dags. 12. maí 2005 f.h. Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi til að leggja 450mm PPR yfirfallslögn frá geymi við Akranes til sjávar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita HAB framkvæmdaleyfi vegna lagningu umræddrar yfirfallslagnar með fyrirvara um endanlega legu hennar.

Rætt hefur verið óformlega við Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlit um málið.

 

2.

Hvítanesreitur - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU030044

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Athugasemdarfrestur vegna breytinga á deiliskipulagi Hvítanesreits er liðinn.

Ein athugasemd barst.

Sviðsstjóri lagði fram drög að greinargerð. Ákveðið að sviðsstjóri kanni nánar nokkur atriði er snerta málið og það verði tekið til afgreiðslu á næsta fundi.

 

 

3.

Hagaflöt 9 og 11 - klasi 5-6, Flatahverfi, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050027

 

410169-4019 Trésmiðjan Akur ehf, Pósthólf 11, 302 Akranes

Erindi Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts f.h. Akurs ehf. um breytingar á deiliskipulagi, stækkun byggingarreits og fjölgun íbúða og bílastæði sem uppfylla fjölda fyrir íbúðir.

Uppdráttur lagður fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum eftirtalinna lóða:

Hagaflöt 5 og 7, Brúarflöt 4, Brekkuflöt 1,3,5 og 7 og Innnesvegi 1.

  

4.

Vélhjólaiðkendur, aðstaða

 

Mál nr. SU050030

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 20. maí 2005 þar sem skipulags- og umhverfisnefnd er beðin að gefa umsögn um erindi Jóns Inga Þórðarsonar um aðstöðu fyrir vélhjólaiðkendur.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í hugmyndir um að skapa aðstöðu sem bréfritari fjallar um á svæði sem í dag er notað til að taka við moldaruppgreftri. Nefndin leggur til að svæðið verði skipulagt og grófhannað með hliðsjón af þessari notkun svo og annari útivist.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00