Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

99. fundur 09. maí 2005 kl. 16:00 - 18:00

99. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í

fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 9. maí 2005 kl. 16:00.


 

Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson formaður

Lárus Ársælsson

Ingibjörg Haraldsdóttir

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 

 

1.

Aðalskipulag Akraness, stefnumótun og vinna

 

Mál nr. SU030074

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Breyttur uppdráttur og breyttur kafli um íbúðarbyggð v. byggðar við Kalmansvík frá Árna Ólafssyni lagðir fram.

Nefndin fór yfir uppdrátt og greinargerð, nokkrar ábendingar komu fram og sviðsstjóra falið að koma þeim til hönnuðar.

 

 

2.

Sólmundarhöfði, skipulagsverkefni

 

Mál nr. SU040087

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Nýjar tillögur frá Arkitektur.is að skipulagi á Sólmundarhöfða lagðar fram.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi Sólmundarhöfða samþykkt. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

  

3.

Æðaroddi 25 - Æðaroddi, stækkun á húsi

 

Mál nr. SU040043

 

050755-7549 Margaret J Clothier, Jaðarsbraut 25, 300 Akranesi

310858-4399 Gísli Runólfsson, Jörundarholt 208, 300 Akranesi

171057-4429 Sæmundur Víglundsson, Ásabraut 17, 300 Akranesi

Grenndarkynning fór fram fyrir lóðarhöfum í Æðarodda nr. 21,23,27og 29. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

 

 

4.

Kalmansvellir 5, bifreiðastæði fyrir stóra bíla

 

Mál nr. SU040064

 

110454-7599 Valdís Ragnheiður Jakobsdóttir, Jaðarsbraut 37, 300 Akranesi

Tillögur sviðsstjóra á bifreiðastæðum fyrir stóra vörubíla og vinnutæki.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

 

5.

Hvítanesreitur - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU030044

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Athugasemdarfrestur vegna breytinga á deiliskipulagi Hvítanesreits er liðinn.

Ein athugasemd barst.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sviðsstjóri semji greinargerð vegna athugasemdar í samráði við lögmann.

  

6.

Melteigur 16b - Grenjar, Vesturgata o.fl., stækkun lóðar

 

Mál nr. SU050023

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 29. apríl 2005 þar sem bæjarráð felur skipulags- og umhverfisnefnd að gera tillögu að fyrirkomulagi lóðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að leitað verði samráðs við lóðaeigendur aðliggjandi óbyggðra lóða á milli Suðurgötu og Sóleyjargötu.

Nefndin leggur til að svæðið verði skipulagt í heild undir íbúðabyggð í samráði við lóðaeigendur.

  

7.

Bjarkargrund 31 - Grundahverfi, stækkun byggingarreits

 

Mál nr. SU050024

 

280364-2319 Gunnar Már Ármannsson, Bjarkargrund 31, 300 Akranesi

Umsókn Gunnars Márs Ármannssonar dags. 3.5.2005 um að mega stækka byggingarreit við hús nr. 31 við Bjarkargrund  undir sólstofu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og leggur til að byggingarnefndarteikningar verði grenndarkynntar íbúum við Bjarkargrund 15,17,26,28 og 33.

 

 

8.

Auglýsingar utan þéttbýlis, Samstarf um náttúruvernd

 

Mál nr. SU050025

 

701002-2880 Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík

Bréf umhverfisstofnunnar dags. 15. apríl 2005.

Sviðsstjóra falið að hafa samband við Umhverfisstofnun og afgreiða málið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.50

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00