Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

98. fundur 02. maí 2005 kl. 16:00 - 17:30

98. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 2. maí 2005 kl. 16:00.


 

Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson formaður

Lárus Ársælsson

Kristján Sveinsson

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mætt

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð


  

1.

Skógarflöt - Klasi 7-8 - Flatahverfi, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050003

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Endanleg tillaga frá Arkitektum Hjördís og Dennis.

Nefndin fór yfir uppdrátt og greinargerð. Sviðsstjóra falið að koma smávægilegum athugasemdum við greinargerð á framfæri við hönnuði. Nefndin leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.

  

2.

Vesturgata 52 - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU040078

 

291250-3279 Hervar Gunnarsson, Sogavegur 224, 108 Reykjavík

Kynning á stöðu málsins.

Sviðsstjóri kynnti stöðu málsins.

  

3.

Aðalskipulag Akraness, stefnumótun og vinna

 

Mál nr. SU030074

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Nýjar tillögur frá Árna Ólafssyni.

Ný drög greinargerðar og uppdráttar Aðalskipulags 2005-2017 lögð fram.

Óskað eftir athugasemdum nefndarfulltrúa á næsta fundi þann 9. maí n.k.                                                 

 

4.

Jaðarsbakkar, skipulagsverkefni

 

Mál nr. SU040088

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bókun frá fundi bæjarráðs 28. apríl 2005 tekin fyrir.

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar athugasemdir bæjarráðs vegna nýrrar tillögu að deiliskipulagi Jaðarsbakkasvæðis.

Nefndin samþykkir að fella niður göngustíg þvert yfir Jaðarsbakkasvæðið en í stað þess tengist göngustígur meðfram fjölnota íþróttahúsi við Langasand.

Einnig fellst nefndin á færslu byggingarreits við Krossvíkurvita.

Nefndin leggur til að tillagan með framangreindri breytingu verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30

 

 

Magnús Guðmundsson (sign)

Lárus Ársælsson (sign)

Kristján Sveinsson (sign9

Eydís Aðalbjörnsdóttir (sign)

Edda Agnarsdóttir (sign)

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00