Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

77. fundur 01. nóvember 2004 kl. 16:00 - 18:00

77. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8, mánudaginn 1. nóvember 2004 kl. 16:00.


 Mætt voru:       Magnús Guðmundsson formaður

                        Lárus Ársælsson

                        Eydís Aðlbjörnsdóttir

                        Edda Agnarsdóttir

Einnig mætt:    Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð


  

1.

Akratorgsreitur - Hvítanesreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU030044

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Vegna ábendinga skipulagsstofnunnar um endurskoðað deiliskipulag Hvítanesreits samþykkir nefndin eftirfarandi: M.t.t. öryggis fólks og eigna skal gætt sérstaklega ákvæða 75. gr. og 137.- 138. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 við endanlega staðsetningu, útfærslu og uppbyggingu verslunar- og íbúðarhúss innan byggingarreits Kirkjubrautar 12-18.

Til skýringar skal framangreind ábending færð inn á samþykktan deiliskipulagsuppdrátt.

 

2.

Aðalskipulagsbreyting, Breyting á stærð fyllinga á  hafnarsvæði

 

Mál nr. SU040085

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Tillaga Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur að breytingu á aðalskipulagi vegna nýrra uppfyllinga á hafnarsvæðinu lögð fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 2. mgr., 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

  

3.

Vesturgata 65, bílgeymsla

(000.732.07)

Mál nr. BN040097

 

080962-5179 Ingimundur Sigfússon, Vesturgata 65, 300 Akranesi

Erindi vísað frá Byggingarnefnd, 1292. fundi dags. 14. des. 2004.

Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar kt. 090157-2489 tæknifræðings fh. Ingimundar Sigfússonar um heimild til þess að reisa bílgeymslu á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Runólfs.

Stærðir :  72,0 m2  -  243,6 m3

Erindið sent til skipulagsnefndar til umsagnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fram fari grenndarkynning skv. 43 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Grenndarkynning verði gerð hjá lóðarhöfum á Vesturgötu 63, 63A, 63B, 64, 66,67 og 69.

 

4.

Klasi 1-2, Bakkaflöt 1-9, ósk um breytingar á skipulagi lóðanna

 

Mál nr. SU040083

 

110574-5689 Runólfur Bjarnason, Suðurgata 25, 300 Akranesi

Tölvupóstur Bjarna Vésteinssonar byggingafræðings dags. 27. október 2004 þar sem hann fyrir hönd lóðahafa fer fram á breytingu á skipulagi lóðanna.

Nefndin tekur jákvætt í beiðni bréfritara og óskar eftir að hann leggi fram uppdrátt með  breytingum. Breytingar eru á kostnað umsækjanda.

 

5.

Akratorgsreitur, Vesturgata 52

 

Mál nr. SU040078

 

291250-3279 Hervar Gunnarsson, Vesturgata 47, 300 Akranesi

Aðaluppdráttur frá Runólfi Sigurðssyni tæknifræðing lagður fyrir nefndina til kynningar á fyrirhuguðum breytingum.

Í ljósi framkominna hugmynda og þróunar í nágrenninu getur nefndin fallist á breytta landnotkun og að heimiluð verði  íbúðabyggð á lóðinni skv. almennum skilmálum gildandi deiliskipulags. Bréfritari leggi fyrir nefndina skipulagsuppdrætti með umbeðnum breytingum. Breytingar eru á kostnað umsækjanda. 

 

6.

Klasi 9 - Smáraflöt 11, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU040084

 

220750-5079 Ólafur Ólafsson, Einigrund 12, 300 Akranesi

Umsókn Runólfs Sigurðssonar f.h. Ólafs Ólafssonar dagsett 27.10.2004 um skipulagsbreytingu á Smáraflöt 11 skv. meðfylgjandi teikningu. Um er að ræða niðurfellingu á göngustíg og stækkun lóðarinnar nr. 11 við Smáraflöt  úr 409,6 m2 í 539,2 m2.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að breytingartillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr., 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Grenndarkynnt verði fyrir lóðahöfum Smáraflatar 5, 13, 15, 18 og 20. 

 

7.

Eyrarflöt 4, nýtt hús

 

Mál nr. BN040003

 

670184-0489 Verkvík ehf, Þykkvabæ 13, 110 Reykjavík

Erindi frá  Almennu verkfræðistofunnar hf. f.h. lóðarhafa um deiliskipulagsbreytingu þar sem farið er fram á fjölgun íbúða úr 6 í 9 og breytingu á lóðarmörkum svo að unnt sé að koma fyrir tilskildum fjölda bílastæða á lóð.

Vísað er í bókun nefndarinnar frá 19. janúar 2004 þar sem skipulags- og umhverfisnefnd tók jákvætt í að fjölga íbúðum úr 6 í 8 ásamt þeim breytingum sem það hefur í för með sér. Nefndin ítrekar þá bókun og fellst á stækkun í 8 íbúðir.

Vakin er athygli á að í skipulagsskilmálum er ekki gert ráð fyrir að svalir standi út fyrir byggingarreit á norðausturhlið.

Nýr uppdráttur með lagfæringum verði lagður fyrir nefndina. 

 

8.

Klasi 3-4, Tindaflöt 2-8, deiliskipulagsreyting

 

Mál nr. SU040086

 

560692-2779 Dalshöfði ehf,byggingarfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 1.11.2004 f.h. Dalshöfða ehf. um breytingu á skipulagi lóðarinnar Tindaflöt 2-8 skv. meðfylgjandi tillögu.

Skipulags- og umhverfisnefnd vísar í bókun frá 16. september 2002 og er ekki fallist á fjölgun íbúða umfram 35 né heldur stækkun lóða vegna bílastæða og bílgeymsla. Nefndin fellst hinsvegar á stækkun byggingarreits til að koma fyrir lyftuhúsi við Tindaflöt 2 og 8.

Lagfærður uppdráttur verði lagður fyrir nefndina. 

 

9.

Sólmundarhöfði, skipulagsverkefni

 

Mál nr. SU040087

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Sviðsstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.

Fyrirhugaður er kynningarfundur með hagsmunaaðilum þriðjudaginn 9. nóv. kl. 16.00

  

10.

Jaðarsbakkar, skipulagsverkefni

 

Mál nr. SU040088

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Sviðsstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.

 

Fundi slitið kl. 18.20

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00