Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

47. fundur 15. desember 2003 kl. 16:00 - 18:00

47. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 15. desember 2003 kl. 16:00.


Mættir á fundi:   Magnús Guðmundsson formaður,
 Lárus Ársælsson,
 Edda Agnarsdóttir,
 Kristján Sveinsson,
 Eydís Aðalbjörnsdóttir.


Auk þeirra voru mættir Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.


1. Stofnanareitur-Stillholt 2, breytt (000.813.01)  Mál nr. SU30063
skipulag.

700498-2129  Markvert ehf., Vesturgötu 41, 300 Akranesi.

Áður frestað erindi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi stofnanareits vegna lóðarinnar að Stillholti 2. Uppdráttur með greinargerð dags. 20.20.2003. Deiliskipulagstillagan var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 eigendum húsa nr. 1, 3 og 5 við Stekkjarholt, 4, 6, 8, 9, 10, 11, 13, 15 og 17 við Stillholt og nr. 51, 53, 55 og 57 við Heiðarbraut. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum:
1. Ester Óskarsdóttir og Aðalsteinn Haraldsson.
2. Ellen Ólafsdóttir og Guðjón Theódórsson bréf dags. 26.11.2003.
3. Pétur Berg Þráins og Ingibjörg Skúladóttir, bréf dags. 25.11.2003.
4. Guðmundur Ó. Guðmundsson og Málfríður Sigurðardóttir, bréf dags. 24.11.2003.
5. Tómas Sigurþórsson, bréf dags. 27.11.2003.
6. Almenn mótmæli íbúa að Stillholti 4, 6, 8, 10, 11, 15 og 17, Heiðarbraut 51, og 55 og Stekkjarholt 1, 3 og 5, bréf dags 25.11.2003.
7. Sigurður Ármannsson bréf dags. 16.11.2003.

Skipulagsfulltrúi lagði fram greinargerð og þrívíddarmynd af svæðinu var lögð fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur athugasemdir og mótmæli nágranna réttmæt hvað varðar hækkun á nýtingarhlutfalli.  Því samþykkir nefndin að horfið verði frá fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu þannig að núgildandi deiliskipulag haldi gildi sínu með nýtingarhlutfall 1,1.

 

2. Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting.   Mál nr. SU020032
440403-3010  Skagatorg ehf., Stillholti 18, 300 Akranesi.
Áður frestað. Deiliskipulagstillaga Kristins Ragnarssonar ehf. að Miðbæjarreit, uppdráttur með greinargerð dags. 27. ágúst 2003, móttekið dags. 31. nóvember 2003.


Meirihluti skipulags- og umhverfisnefndar samþykkir tillöguna með eftirtöldum breytingum:
· Gerð sé betur grein fyrir gönguleiðum til og frá svæðinu.
· Innkeyrslum verði fækkað inn á svæðið.
· Byggingareitir verði betur skilgreindir miðað við hæð húsa.
Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

 

Eydís og Lárus eru á móti tillögunni.

 

Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
"Í þessari tillögu hafa skipulagshöfundar breytt tillögu sinni að hluta í samræmi við bókun okkar með því gera ráð fyrir torgi á svæðinu, og tengingu verslunarmiðstöðvar við núverandi byggingar. Að öðru leyti er afstaða okkar sú sama og fram kemur í bókun okkar á skipulagsnefndarfundi frá 4. september:
?Fyrir liggur hjá nefndinni tillaga að breytingu á skipulagi miðbæjarreitsins. Í tæplega 3 áratugi hefur stefna bæjarins verði sú að byggður yrði miðbær á reitnum með verslun og þjónustu, og var bygging stjórnsýsluhússins sunnan við reitinn skref í þá átt. Þessi tillaga samrýmist ekki hugmyndum okkar um uppbyggingu miðbæjarreitsins.
Það er skoðun okkar að bæjarbúar vilji ekki sjá háhýsi og bílastæðabreiðu á þessum reit þó svo að þeir búi "á mölinni". Við viljum vinalegt og hlýlegt umhverfi með lágreistri byggð og grænleitu yfirbragði. Við teljum að lækka verði íbúðablokkirnar niður 4-5 hæðir, sem verða þá ekki eins yfirþyrmandi og hægt er að staðsetja á betri stöðum á reitnum. Inni á svæðinu verður að skapa torg með grænum svæðum og samkomustað fyrir okkar á hátíðarstundu. Kanna verður betur með heppilegustu umferðartengingar inná reitinn, sem verður þá forsenda fyrir skipulagi á reitnum. Mikilvægt er að skiplagið hugi að umferð gangandi fólks á reitnum og tengingum við umhverfi hans. Taka verður tillit til byggingarinnar sem fyrir er á reitnum og skapa henni eðlilegt rými eða samtenginu við nýjar byggingar. Þá þarf að liggja fyrir hver ásýnd reitsins verður, gangi ekki allar áætlanir byggingaraðila eftir."
Tillagan uppfyllir ekki hugmyndir okkur um reitinn og getum við því ekki samþykkt hana.?

 

3. Opin svæði, skreiðarstæði.     Mál nr. SU030061

490988-1229  Laugarfiskur hf., Laugum 650 Laugar.
Bréf bæjarráðs til skipulagsfulltrúa dags. 21. nóvember 2003 þar sem viðkomandi er falið að kanna hvort ekki sé hægt að veita bráðabirgðastöðuleyfi vagna skreiðarhjalla í landi Innsta-Vogs.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í að veitt verði bráðabirgðaleyfi til 1 árs. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu í samráði við bæjarráð.

 

4. Smiðjuvellir , Esjubraut 49.,     Mál nr. SU 0300557
deiliskipulagsbreyting.

410169-4449  Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Ósk frá meiri hluta bæjarstjórnar um frekari skiptingu lóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd sér ekki ástæðu til að skipta lóðinni Esjubraut 49, en bendir á að hægt er að úthluta lóðinni til tveggja eða fleiri aðila með sameiginlegum bílastæðum.

 

5. Grenigrund 36, viðbygging.    Mál nr. SU030075

011074-5459  Gísli Páll Oddsson, Grenigrund 36, 300 Akranesi.
Erindi Gísla Páls Oddssonar og Jóhönnu G. Gunnarsdóttur varðandi viðbyggingu við bílgeymslu, fyrir geymslu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að byggingarnefndarteikningar verði grenndarkynntar íbúum nærliggjandi lóða.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00