Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

43. fundur 03. nóvember 2003 kl. 15:30 - 17:15

43. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 3. nóvember 2003 kl. 15:30.


Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson
Lárus Ársælsson
Kristján Sveinsson
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Auk þeirra var mætt  Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi sem ritaði fundargerð.


1. Aðalskipulag Akraness, Kirkjubraut/ Akratorg  Mál nr. SU020030

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Skýrsla Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. um greiningu á stöðu og uppbyggingarkostum í miðbæ Akraness.

Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir ánægju með skýrslu Gylfa Guðjónssonar og félaga og kynningu Árna Ólafssonar arkitekts  á verkefninu. Nefndin tekur undir hugmyndir um uppbyggingu Akratorgs, Kirkjubrautar 10 og 12, 16 og 26 og um tillögu um endurbætur á efri hluta Kirkjubrautar.
Nefndin telur hugmyndir um uppbyggingu verslunarmiðstöðvar við Skólabraut ekki samræmast fyrirliggjandi hugmyndum um uppbyggingu verslunar-miðstöðvar á Skagaverstúni.
Nefndin samþykkir að halda opinn fund  fyrir Akurnesinga þar sem skýrslan verður kynnt og felur skipulagsfulltrúa að boða til fundarins.


2. Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030044

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Samþykkt bæjarráðs Akraness 30. október 2003 vegna skipulags á Hvítanesreit. 
Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og umhverfisnefnd að  leggja fram tillögu að byggingarreitum og byggingarmagni á nefndum reit.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita að ráðgjafa til að vinna að deiliskipulagsbreytingu á Akratorgsreit fyrir reit sem afmarkast af Akurgerði, Merkigerði, Kirkjubraut og Sunnubraut þar sem hugmyndir Gylfa Guðjónssonar og félaga verði til hliðsjónar.
Verkáætlun og kostnaðarmat vegna verkefnisins verði lagt fyrir næsta fund nefndarinnar.


3. Suðurgata 47, 51 og 57, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030042

440203-3450 Akratorg ehf., Vesturgötu 41, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 18. sept. 2003, varðandi erindi Björns S. Lárussonar f. h. Akratorgs dags. 12. sept. 2003 varðandi deiliskipulagsbreytingu á ofangreindum lóðum. Erindinu fylgir hugmynd að deiliskipulagsbreytingu teikning Kristins Ragnarssonar arkitekts ehf. dags. 2. september 2003.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að unnið verði áfram skv. fyrirliggjandi hugmyndum að fjölbýlishúsi.  Byggingarlína taki mið af húsum við Suðurgötu. Nýtingarhlutfall verði um 0,9. Þakform verði í samræmi við annað íbúðarhúsnæði við götuna. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu á Akratorgsreit verði lögð fyrir nefndina.


4. Flatahverfi, klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030068

Bréf Kristins Ragnarssonar arkitekts þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 2 við Brúarflöt. Erindinu fylgir teikning af fyrirhugaðri byggingu á lóðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagsbreytingu á klasa 1 og 2 í Flatahverfi sem gerir ráð fyrir breytingu skv. meðfylgjandi erindi, verði lögð fyrir nefndina.


5. Nýr leikskóli, staðsetning  Mál nr. SU030066

Bréf bæjarráðs Akraness  dags. 17. október 2003 vegna bréfs sviðsstjóra menningar- og fræðslusviðs, dags. 14. október 2003 varðandi afgreiðslu skólanefndar 9. október 2003. Erindið varðar staðsetningu nýs leikskóla.
Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að í rammaskipulagi Flatahverfis er gert ráð fyrir leikskóla í klasa 5 - 6 eða 7 -8. Fyrirliggjandi er samþykkt deiliskipulag fyrir klasa 7 -8 þar sem ekki er gert ráð fyrir leikskóla. Því verður gert ráð fyrir  6 deilda leikskóla í klasa 5 -6.


6. Kalmannsvellir 5, Akranesi, kvöð um brunahana á lóð  Mál nr. SU030067

551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 34, 108 Reykjavík

Bréf OR dags. 20.10.2003 þar sem óskað er eftir að kvöð verði sett á lóð nr. 5 við Kalmannsvelli um að brunahani megi standa innan lóðar og ekkert verði gert til að hindra aðgang að honum í framtíðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna að málinu.

 
7. Humar Akraness, nýtt leyfi til áfengisveitinga  Mál nr. SU030065

Bréf Akraneskaupstaðar dags. 27. október 2003  þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar um umsókn Lindu Samúelsdóttur um nýtt leyfi til áfengisveitinga fyrir Humar Akraness. Einnig umsögn  skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2003.
Lagt fram og staðfest.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00