Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

6. fundur 16. september 2002 kl. 15:30 - 18:40

6. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 16. september 2002 kl. 15:30.

Mættir á fundi: Magnús Guðmundsson formaður,
 Lárus Ársælsson,
 Kristján Sveinsson,
 Eydís Aðalbjörnsdóttir,
 Edda Agnarsdóttir.

Auk þeirra voru mættir Hrafnkell Á Proppé umhverfisfulltrúi og  Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi sem ritaði fundargerð.

1. Skipulags- og umhverfismál.Stefna atvinnumálanefndar    Mál nr. SU020003
Guðni Tryggvason formaður atvinnumálanefndar og Magnús Magnússon markaðsfulltrúi mæta og kynnir stefnu atvinnumálanefndar, mál sem tengjast skipulags- og umhverfismálum og samvinnu nefndanna.
Nefndin fagnar frumkvæði formanns atvinnumálanefndar og er tilbúin til samstarfs. Nefndin lýsir ánægju með metnaðarfulla stefnumótun í atvinnumálum 2001 ? 2007 og mun hafa hana til hliðsjónar við gerð skipulagsáætlana.  Lagt var fram vinnuplagg Trésmiðjunnar Akurs vegna rekstrar sumarhúsa, smáhýsa og tjaldsvæðis.  Mikilvægt er að byggja upplýsingastreymi og samvinnu þar sem verkefni nefndanna skarast.

2. Staðardagskrá 21, framkvæmdaáætlun    Mál nr. SU020008
Umhverfisfulltrúi kynnir framkvæmdaáætlun um Staðardagskrá 21.
Umhverfisfulltrúi lagði fram og kynnti yfirlit yfir verkefni árið 2002 og 2003.  Umhverfisfulltrúa falið að kalla saman fund með forstöðumönnum Akraneskaupstaðar, formanni skipulags- og umhverfisnefndar og skipulagsfulltrúa hið fyrsta, til að fylgja verkefnum eftir.

3. Bíllaus dagur 22. september 2002  Mál nr. SU020009
Umhverfisfulltrúi leggur fram hugmyndir um með hvaða hætti Akraneskaupstaður getur tekið þátt ,,Bíllausum degi".
Umhverfisfulltrúi kynnti evrópska handbók um árlega umferðarviku og bíllausan dag.  Jafnframt lagði hann fram yfirlitskort af göngu/stígakerfi bæjarins. Samþykkt að fela umhverfisfulltrúa að kynna ,,Bíllausan dag" 22. september og að senda grunnskólum bæjarins hvatningarbréf um að taka málið upp. Nefndin leggur til að umferðarvika verði árlegur þáttur í bæjarlífinu.

4. Útivistarsvæði, merking landsvæða    Mál nr. SU020010
Ungmennasamband Íslands átti frumkvæði að því að hvetja sveitarfélög í landinu til að merkja svæði sem hafa útivistarlegt gildi. Umhverfisfulltrúi leggur fram tillögur að svæðum sem merkja skal.
Umhverfisfulltrúi lagði fram yfirlit yfir svæði sem æskilegt er að merkja. Málið rætt. Auk þess var rætt um að koma upp stóru yfirlitsskorti við innkeyrslu inn í bæinn. Nefndin felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að málinu og gera kostnaðar- og tímaáætlun vegna verkefnisins. 
5. Flatahverfi klasi 3, Tindaflöt 2    Mál nr. SN020031
200457-0059 Guðmundur Sigþórsson, Laugarnesvegi 86, 105 Reykjavík
Bréf Kristins Ragnarssonar dags. 6.8.02, fh. Guðmundar, varðandi breytingu á gildandi skilmálum lóðarinnar nr. 2 við Tindaflöt, sbr. meðfylgjandi teikningar.
Lagðar voru fram umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 09. september 2002 og hönnuða deiliskipulagsins dags. 12. september 2002. Nefndin  lýsir áhyggjum yfir hversu langt hönnuður hefur teygt sig út fyrir ramma skipulagsins án þess að gera grein fyrir því í umsókn.  Deiliskipulagið gerir ráð fyrir hámark 35 íbúðum á lóðinni og er nefndin ekki tilbúin að víkja frá því ákvæði. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að ekki sé farið út fyrir ramma deiliskipulagsins varðandi fjölda hæða.  Bílgeymslur verði 10 og stækkun lóðar takmarkist við 1 m. til norðurs. Deiliskipulagsbreytingin verði unnin af deiliskipulagshöfundum og á kostnað umsækjanda.

6. Krókatún 22-24, viðbygging   (00.074.303) Mál nr. SN020025
700498-2209 Skaginn hf, Bakkatún 26, 300 Akranesi
Erindi Magnúsar H. Ólafssonar fh. Skagans hf. varðandi viðbyggingu við húsið nr. 22-24 við Krókatún. 
Erindið hefur verið grenndarkynnt íbúum við Bakka-, Deildar-, Grunda- og Krókatún. Ein athugasemd barst frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 29.08.2002.
Erindið var grenndarkynnt íbúum við Bakka-, Deildar-, Grunda- og Krókatún með bréfi dags. 12. ágúst 2002 skv. 43 gr. skipulags- og byggingalaga. Ein athugasemd barst frá Orkuveitu Reykjavíkur varðandi hugsanlegan flutning á lögnum. Afrit af bréfi OR verður sent umsækjanda. Heimilt er að afgreiða málið í byggingarnefnd.

7. Skipulagsáætlanir, Staða skipulagsmála    Mál nr. SU020011
Yfirlit yfir stöðu skipulagsmála og áætlanir um skipulagsvinnu.
Lögð fram drög að skipulagsvinnu til næstu fjögurra ára. Frekari umfjöllun frestað.

8. Deiliskipulag, Sólmundarhöfði    Mál nr. SU020012
Bréf  dags. 29. ágúst 2002 frá Ásmundi Ólafssyni, framkvæmdastjóra f.h. stjórnar Dvalarheimilsins Höfða.
Nefndin samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að funda með stjórn og framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða.
9. Önnur mál    
Eftirfarandi bókanir voru gerðar:
Eydís og Lárus lögðu fram eftirfarandi bókun:
?Í orðum forseta bæjarstjórnar á bæjarstjórnarfundi 10. september s.l. um vinnuhóp í umferðarmálum segir ?forseti lagði til að tillögunni verði hafnað þar sem þessi mál eru nú þegar í vinnslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd.? Drög að vinnuskipulagi skipulags- og umhverfisnefndar hefur verið samþykkt. Lítil umfjöllun hefur verið lögð í umferðarmál á síðasta kjörtímabili og engin vinna er í gangi hjá nefndinni. Þess vegna leggjum við til að hafin verði vinna við heildarskipulag umferðarmála á Akranesi. Heildarskipulag sem markvisst verði unnið eftir. Þar í forgangi þarf sérstaklega að hafa í huga umferðaröryggi barna.?

Magnús, Kristján og Edda lögðu fram eftirfarandi bókun:
?Bókunin er í fullu samræmi við nýsamþykkt erindisbréf og verkefnalista nefndarinnar. Umferðarmál hafa verið í umfjöllun hjá nefndinni m.a. vegna Ægisbrautarskipulags og tengslum við Staðardagskrá 21.  Engin ágreiningur er um umferðarmál í nefndinni svo vitað sé.  Einnig er því mótmælt að lítið hafi verið unnið í umferðarmálum á síðasta kjörtímabili. ?


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00