Fara í efni  

Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)

75. fundur 07. apríl 2010 kl. 17:00 - 19:00

RITNEFND UM SÖGU AKRANESS

 

Fundur nr. 75 var haldinn þriðjudaginn 7. apríl 2010. 

Mættir voru:    Jón Gunnlaugsson

                      Leó Jóhannesson

                      Bergþór Ólafsson                   

Auk Gunnlaugs Haraldssonar söguritara

Fundarefni:

1.      Farið yfir stöðu verksins.

Söguritari  fór yfir stöðu ritsins og þar kom fram að lokið era ð skrifa texta bókarinnar og nú er unnið við að hreinsa til og eins á eftir að vinna mynda- og myndritaskrá og staða- og mannanafnaskrá. Eftir er að brjóta um ca. 100 bls. og jafnframt er eftir að lesa nokkuð af próförk.

2.      Verkáætlun.

Lögð fram verkáætlun til loka verksins. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir að verkið verði afhent til ritnefndar fullbúið 15. Júlí nk.

3.      Prentforsendur og útgefandi.

Hugmyndir ræddar um prentforsendur og hvernig haga beri undirbúningi að útgáfu verksins. Könnun hefur verið gerð um hugsanlegan kostnað við útgáfu verksins og hvaða möguleikar séu bestir í stöðunni.

Engar frekari ákvarðanir teknar, en málið skoðað frekar á næsta fundi.

4.      Jón Böðvarsson látinn.

Ritnefnd um sögu Akraness vill vegna fráfalls Jóns Böðvarssonar cand mag.  5. apríl sl., minnast hans með þakklæti fyrir ánægjulegt samstarf og vel unnin störf við ritun sögu Akraness og framlag hans til varðveislu á sagnaarfinum. 

                                       Fleira ekki gert, fundi slitið.

                                            Jón Gunnlaugsson (sign)

                                            Bergþór Ólafsson (sign)

                                            Leó Jóhannesson (sign)

                                            Gunnlaugur Haraldsson (sign)

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00