Fara í efni  

Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)

53. fundur 23. ágúst 2004 kl. 16:30 - 18:15

Ár 2004, mánudaginn 23. ágúst kom ritnefnd um sögu Akraness saman til fundar á skrifstofu bæjarstjóra og hófst fundurinnkl. 16:30.


Mættir. Gísli Gíslason,
 Leó Jóhannesson,
 Jósef H. Þorgeirsson,
 Guðmundur Páll Jónsson,
 Jón Gunnlaugsson.

Auk þeirra söguritari, Gunnlaugur Haraldsson.


 

1. Í upphafi var minnst Ólafs J. Þórðarsonar sem lést á árinu en Ólafur sat í ritnefndinni frá því hún var skipuð fyrst af bæjarstjórn.

 

2. Gunnlaugur fór yfir ýmis atriði varðandi gang mála og hvernig staðið hefur verið að verki við heimildaöflun, úrvinnslu heimilda og hvernig efnið er skrifað saman.  Í fórum Gunnlaugs eru nú á annað hundrað  möppur með afritum og ljósritum heimilda sem hann leggur til grundvallar sögurituninni.

 

3. Staða mála.
Gunnlaugur fór fyrir stöðu mála og það sem unnið hefur verið á liðnum mánuðum.  Tími hefur farið í gagnaöflun vegna III. bindis og því hefur minni tími unnist til að fullklára ýmsa kafla í II. bindi.  Heimildaöflun fyrir III. bindi er ólokið og ritun þess ekki hafin.  Lagt var fram minnisblað Gunnlaugs til ritnefndar þar sem verkstaðan er tíunduð, efnisskipan ritsins og verkáætlun til september 2005.
Í verkáætluninni kemur m.a. fram:

 Ágúst 2004 ? janúar 2005.
a) Lokafrágangur einstakra kafla II. bindis.
b) Heimildavinnsla / úrvinnsla / efnisflokkun vegna III. bindis.

 Janúr 2005 ? september 2005.
a) Ritun III. bindis.
b) Ritun 1. og 2. kafla I. bindis (frá landnámi til 1700).


4. Framhald mála.
Farið var yfir og rætt um þá verkáætlun sem Gunnlaugur lagði fram og ennfremur rædd sú tillaga að dreifa þeim greiðslum sem eftir eru samkvæmt gildandi samningi á það tímabil sem Gunnlaugur leggur fram samkvæmt verkáætlun sinni.  Nefndin er sammála um að fjalla frekar um málið á næsta fundi.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15.

 Gísli Gislason (sign)
 Guðmundur Páll Jónsson (sign)
 Jón Gunnlaugsson (sign)
 Leó Jóhannesson (sign)
 Jósef H. Þorgeirsson (sign)


 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00