Fara í efni  

Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)

52. fundur 09. febrúar 2004 kl. 16:00 - 17:30

Ár 2004, mánudaginn 9. febrúar kom ritnefnd um sögu Akraness saman til fundar á skrifstofu bæjarstjóra hófst fundurinn kl. 16:00.


Mættir: Leó Jóhannesson,
 Gísli Gíslason,
 Ólafur J. Þórðarson,
 Jósef H. Þorgeirsson,
 Jón Gunnlaugsson.

Auk þeirra söguritari Gunnlaugur Haraldsson.


1. Gunnlaugur fór yfir ýmis atritði  varðandi gang mála frá síðasta fundi. Ætlunin var að ljúka ritun II. bindis í desember en það hefur af ýmsum ástæðum ekki tekist að fullu.  Gunnlaugur hyggst nú hefja söfnun gagna í III. bindið.   Rætt var um ýmis atriði varðandi ljósritun gagna í skjalasafninu og fleira.

 

2. Farið var yfir það álitaefni hversu ítarlega ætti að fara í ritun um efni félaga og fyrirtækja sem ritað hefur verið um áður.

 

3. Rætt var um tímasetningu og fleira í tengslum við verkefnið.  Stefnt er að því að handrit af III. bindi verði tilbúið í árslok.

 

4. Gunnlaugur mun senda formanni í tölvutæku formi það efni sem þegar er komið þannig að nefndarmenn geti farið yfir það efni sem komið er.

 

5. Lagðar voru fram 167 síður um sögu verslunar á Akranesi frá seinni hluta 19. aldar fram á fyrri hluta 20. aldar.  Rætt var um framlagt efni og efnistök og munu nefndarmenn fara betur yfir efnið.

 

6. Ákveðið var að halda næsta fund í seinni hluta marsmánaðar.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30.
 
 Gísli Gíslason (sign)
 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Ólafur J. Þórðarson (sign)
 Leó Jóhannesson (sign)
 Gunnlaugur Haraldsson (sign)
 Jón Gunnlaugsson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00