Fara í efni  

Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)

4. fundur 19. nóvember 2001 kl. 18:00 - 19:20

43. fundur.  Ár 2001, mánudaginn 19. nóvember kom ritnefnd um sögu Akraness saman til fundar á skrifstofu bæjarstjóra og hófst fundurinn kl. 18:00.

Mættir: Gísli Gíslason,
 Hrönn Ríkharðsdóttir,
 Leó Jóhannesson,
 Ólafur J. Þórðarson,
 Jósef H. Þorgeirsson.

Auk þeirra söguritarinn Gunnlaugur Haraldsson.

1. Gunnlaugur lagði fram efnisyfirlit að 1. bindi ásamt 598 síðum í handriti sem nær frá 1700 til 1850.

2. Lagt fram bréf Gunnlaugs, dags. 19. nóvember, um ritun sögunnar.  Í bréfi Gunnlaugs kemur m.a. fram að verkið hafi tafist þar sem langtum meiri tíma hafi tekið að leita uppi heimildir í skjalasöfnum, úrvinnsla gagna og heimilda fór þar af leiðandi  seinna af stað og loks að ítarleg heimildaöflun hafi leitt fjölmargt í ljós sem fyrirfram var ekki vitað og kostað töluverða vinnu að vinna úr.

Þá kom fram í bréfi Gunnlaugs að nú sé föstum greiðslum til hans lokið, en árangurstengdar greiðslur ógreiddar.  Verði því að taka ákvörðun sem fyrst með hvaða hætti vinnunni verði haldið áfram.  Gunnlaugur  telur einnig rétt að rita forsöguna, þ.e. frá landnámi til 1700, sem kunni að taka 3 mánuði að skrifa.  Í bréfinu kemur fram að um 24-30 mánuði taki að búa annað efni til prentunar.

Gunnlaugur vék af fundi kl. 18:50.

3. Rætt var um stöðu málsins.  Ritnefndin staðfesti skil á 1. bindi verksins sbr. gildandi samning.  Nefndin er sammála um að það efni sem skilað hefur verið sé gott og lofi góðu um heildarverkið.  Nefndin telur mikilvægt að verkinu verði haldið áfram og leggur til við bæjarráð að samningur bæjarins við söguritara verði framlengdur.

 Fleira ekki gerti, fundi slitið kl. 19:20.

 Gísli Gíslason (sign)
 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Ólafur J. Þórðarson (sign)
 Leó Jóhannesson (sign)
 Hrönn Ríkharðsdóttir (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00