Fara í efni  

Öldungaráð

13. fundur 25. febrúar 2022 kl. 10:30 - 12:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Liv Aase Skarstad formaður
  • Kristján Sveinsson aðalmaður
  • Elínbjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Elí Halldórsson aðalmaður
  • Jóna Á. Adolfsdóttir aðalmaður
  • Þjóðbjörn Hannesson aðalmaður
  • Ragnheiður Helgadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Laufey Jónsdóttir
  • Svala Kristín Hreinsdóttir
Fundargerð ritaði: Laufey Jónsdóttir forstöðumaður stuðnings og stoðþjónustu
Dagskrá
Elínbjörg Magnúsdóttir boðaði forföll.
Liv Ása formaður var á fundinum á Teams og samþykkir fundinn rafrænt (LAS)
Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri sat einnig fundinn.

1.Velferðarstefna Vesturlands-Samráðshópur um öldrunarmál á Vesturlandi

2109036

Samráðshópur um öldrunarmál á Vesturlandi hefur skilað lokaskýrslu. Lagt fram til kynningar.
Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri fór yfir lokaskýrsluna. Öldungaráð fagnar innihaldi skýrslunnar og leggur áherslu á að unnið verði með verkefnið áfram og þau komist til framkvæmda.

2.Félagsstarf fullorðinna 2021 (vegna COVID-19)

2103130

Á árinu 2021 fékkst styrkur til að halda úti verkefnum á vegum félagsstarfsins vegna Covid-19.
Skýrslan var kynnt í velferðar og mannréttindaráði sem vísaði henni til Öldungaráðs til umsagnar.
Innihald skýrslunnar verður kynnt og hvað er framundan á árinu 2022.
Farið var yfir innihald skýrslunnar. Öldungaráð leggur til að áfram verði unnið með innihald skýrslunnar og skapa aukin verkefni.

3.Öldungaráð - fundarfyrirkomulag á árinu 2022

1804207

Næsti fundur ráðsins er föstudagurinn 18. mars kl. 10.30.

Fundi slitið - kl. 12:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00