Fara í efni  

Öldungaráð

10. fundur 07. apríl 2021 kl. 16:00 - 18:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Liv Aase Skarstad formaður
 • Kristján Sveinsson aðalmaður
 • Jóna Á. Adolfsdóttir aðalmaður
 • Ragnheiður Helgadóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Laufey Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Frístundastarf allt lífið

2012179

Frístundastarf allt lífið, sameiginlegt mál skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs. Eygló Rúnarsdóttir Aðjunkt og Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor á Menntavísindasviði, deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda mæta á fundinn og kynna faglegar áherslur í frístundastarfi fyrir alla aldurshópa.
Skóla- og frístundaráð og velferðar- og mannréttindaráð býður Ungmennaráði, Öldungaráði, Notendaráði, starfsmönnum á sviðunum og fulltrúum í bæjarstjórn að sitja fundinn undir þessu máli.
Sameignlegt mál velferðar- og mannréttindaráðs og skóla- og frístundaráðs. Undir þessu máli sátu aðrir fulltrúar úr bæjarstjórn, bæjarstjóri, fulltrúar í Öldungaráði, Ungmennaráði, Notendaráði málefna fatlaðs fólks ásamt starfsmönnum skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs.

2.Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun

2102339

Kynning frá Alzheimersamtökunum um verkefnið Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Velferðar- og mannréttindaráð bauð Öldungaráði, starfsmönnum sviðsins og fulltrúum í bæjarstjórn að sitja fundinn undir þessu máli.
Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna kynnir hugmyndir um styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun.
Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri Alzheimar samtakanna kynnti verkefnið Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun og innleiðingu þess í sveitarfélögum.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00