Fara í efni  

Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi

16. fundur 27. apríl 2023 kl. 16:15 - 17:40 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Halldór Jónsson aðalmaður
  • Ólöf Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Rósa Andrésdóttir aðalmaður
  • Böðvar Guðmundsson aðalmaður
  • Jóhanna Nína Karlsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Laufey Jónsdóttir forstöðumaður stuðnings- og stoðþjónustu
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins

2205146

Kynntar verða uppfærðar teikningar af samfélagsmiðstöð eftir heimsókn hönnuðar Hjartar Hannessonar hjá Andrúm í Þorpið, Fjöliðjuna og Hver og að teknu tilliti til frekari tillagna forstöðumanna.
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði kynnti nýjustu teikningar frá Hirti Hannessyni hönnuði hjá Andrúm. Kristinn Sveinsson bæjarfulltrúi og formaður stýrihóps um samfélagsmiðstöð og Ragnar Sæmundsson bæjarfulltrúi og aðalmaður í stýrihópi um samfélagmiðstöð sátu fundinn undir þessum lið og svöruðu fyrirspurnum.

Notendaráð lýsir yfir ánægju sinni með fyrirliggjandi teikningar.

2.Reglur um notendasamninga

2303187

Reglur um notendasamninga lagðar fram til kynningar.



Eftirfarandi bókun var gerð í velferðar- og mannréttindaráði 4.4.23:

Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir drög að endurskoðuðum reglum um notendasamninga. Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögunum til kynningar í notendaráði og eftir það til staðfestingar í bæjarráði. Kristinn Sveinsson vék af fundi undir þessum lið. Sigrún Ríkharðsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Laufey Jónsdóttir forstöðumaður stuðnings- og stoðþjónustu kynnti drög að reglum um notendasamninga.

Notendaráð þakkar Laufeyju góða kynningu.

3.Reglur um beingreiðslusamninga

2303188

Reglur um beingreiðslusamninga lagðar fram til kynningar:

Á fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 4 apríl 2023 var eftirfarandi bókað:

Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir drög að reglum um beingreiðslusamninga. Velferðar- og mannréttindaráð felur starfsmönnum að vinna áfram að drögunum og koma með fyrir ráðið að nýju í maí. Drögin verða kynnt fyrir notendaráði um málefni fatlaðs fólks á Akranesi. Kristinn Sveinsson vék af fundi undir þessum lið. Sigrún Ríkharðsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Laufey Jónsdóttir forstöðumaður stuðnings- og stoðþjónustu kynnti drög að reglum um beingreiðslusamninga.

Notendaráð þakkar Laufeyju góða kynningu.

Fundi slitið - kl. 17:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00