Fara í efni  

Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi

17. fundur 01. nóvember 2023 kl. 16:15 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Halldór Jónsson aðalmaður
  • Ágústa Rósa Andrésdóttir aðalmaður
  • Jóhanna Nína Karlsdóttir aðalmaður
  • Sylvía Kristinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
Dagskrá

1.Brú hses - Skógarlundur 42, stofnframlag vegna íbúðakjarna 2023

2303217

Lögð er fram til kynningar hönnun á búsetukjarna fyrir fatlað fólk sem hefur fengið úthlutaða lóð að Skógarbraut 42 í kjölfar funda með hönnuðum og forstöðumönnum búsetukjarna. Teikningin hefur einnig verið kynnt Velferðar- og mannréttindaráði sem lýsti yfir ánægju með verkefnið.
Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi þakkar Stefáni Þór Steindórssyni verkefnastjóra SHP consulting fyrir góða kynningu, en hann sat fundinn undir þessum lið í gegnum teams. Notendaráðið lýsir yfir ánægju með verkefnið.

2.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins

2205146

Kynning á teikningu og niðurstöðum stýrihóps um samfélagsmiðstöð Dalbraut 8.
Kristinn Hallur Sveinsson formaður stýrihóps um samfélagsmiðstöð fór yfir nýjustu teikninguna af samfélagsmiðstöð sem fyrirhugað er að muni rísa á Dalbraut 8.
Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi lýsir yfir ánægju með uppfærða teikningu þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga forstöðumanna, leiðbeinanda, starfsmanna og notenda þeirra stofnanna sem fyrirhugað er að muni flytja starfsemi sína í samfélagsmiðstöðina.
Notendaráð leggur mjög þunga áherslu á það við bæjarstjórn Akraness að upphaflegur tímarammi haldi.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00