Fara í efni  

Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi

4. fundur 29. október 2020 kl. 16:15 - 17:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Borghildur Birgisdóttir varamaður
  • Böðvar Guðmundsson aðalmaður
  • Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður
  • Halldór Jónsson aðalmaður
  • Kristín Þóra Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sylvía Kristinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá
Berglind Jóhannesdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi og Laufey Jónsdóttir, verkefnastjóri sátu fundinn. Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk

2009212

Samkvæmt 29. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, með síðari breytingum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 skulu sveitarfélög veita fötluðu fólki kost á akstursþjónustu. Sveitarfélög hafa lengi haft slíkar skyldur og hefur þjónustan verið útfærð hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig.
Með breytingum á lögum um félagsþjónustu hafa fylgt leiðbeiningar frá félagsmálaráðuneytinu sem unnar voru í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Leiðbeiningunum er ætlað að stuðla að samræmi milli sveitarfélaga og þjónustusvæða. Akraneskaupstaður hefur verið með ferðaþjónustu fyrir faltað fólk en nú liggja fyrir drög að breytingum á reglum um ferðaþjónustu sem munu bera heitið akstursþjónusta fyrir fatlað fólk. Endurskoðunin er á grundvelli 29. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins.

Drög að reglum um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk voru lögð fram kynningar í Velferðar- og mannréttindaráði þann 7. október 2020. Velferða- og mannréttindaráð vísaði drögunum til efnislegrar umsagnar í notendaráð um málefni fatlaðs fólks.
Velferða- og mannréttindaráð vísaði drögunum að reglum um akstursþjónustu við fatlað fólk til efnislegrar umsagnar í notendaráði um málefni fatlaðs fólks. Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri og Berglind Jóhannesdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi kynntu drögin fyrir ráðsmönnum.
Notendaráðið fagnar því að reglurnar séu til endurskoðunar með það að leiðarljósi að bæta lífsgæði fatlaðs fólks á Akranesi.
Starfsmönnum ráðsins er falið að skýra betur texta 3. greinar varðandi akstursþjónustu við börn og 11. greinar um bókun aksturs með skömmum fyrirvara. Notendaráðið áréttar að tryggja þarf að umsóknarferlið og svör við umsóknum sé á þann hátt að það sé aðgengilegt fyrir alla. Til umræðna voru einnig ákvæði um þjónustutíma akstursþjónustu og fjölda ferða með ferðakortum, það væru þættir sem þyrftu að endurskoða eftir að reynsla væri komin á þjónustuna.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. HJ,SK, BB, SS, BG, KÞJ, LJ, BJ og SK.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00