Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

54. fundur 10. janúar 2007 kl. 17:00 - 19:00

54. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn miðvikudaginn 10. janúar 2007 í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 17:00.


Mættir:             Magnús Þór Hafsteinsson, formaður

                        Hjördís Garðarsdóttir

                       Valgarður Jónsson.

  

Auk þeirra, Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.


 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundar.

 

Fyrir tekið:

  

1. Málefni Kirkjuhvols.  Viðræður við forstöðumann.

Bæjarritari upplýsti að í desember s.l. hafi bæjarstjórn og stjórn Minningarsjóðs Jóns M. Guðjónssonar komist að samkomulagi um að Akraneskaupstaður taki yfir rekstur Kirkjuhvols frá og með 1. janúar 2007. Starfsemi hússins mun heyra undir stjórnsýslu- og fjármálasvið kaupstaðarins, en þar eru menningarmál staðsett í skipuriti.

Á fundinn mætti til viðræðna Jóhanna Jónsdóttir, forstöðumaður.  Kynnti Jóhanna starfsemi Kirkjuhvols undanfarið ár og lagði fram minnisblað varðandi ýmsar upplýsingar og svaraði fyrirspurnum nendarmanna.

 

2. Málefni Ljósmyndasafns.  Viðræður við forstöðumann.

Á fundinn mætti Halldóra Jónsdóttir, forstöðumaður safnsins, gerði hún  grein fyrir starfi safnsins undanfarin misseri, þörf á tækjabúnaði og fjármagni til uppfærslu á hugbúnaði safnsins og fleira.

Menningarmála- og safnanefnd mælir með því við bæjarráð að starfshópur sem skipaður var á síðasta ári til að vinna að málum safnsis verði aflagður og forstöðumanni safnsins og Friðþjófi Helgasyni falið að vinna þá vinnu sem starfshópnum var falið og leggja fyrir nefndina tillögur.

 

3. Húsnæðismál bókasafns.

Undir þessum dagskrárlið ræddu Halldóra og bæjarritari um nauðsyn þess að taka húsnæðismál safnsins til úrlausnar sem fyrst.  Hjördís og Valgarður óska bókað að stefna meirihluta bæjarstjórnar í húsnæðismálum bóka- og héraðsskjalasafns komi fram sem fyrst.

 

4. Samvinna við Borgarbyggð í menningarmálum.

Lagðir fram minnispunktar af sameiginlegum fundi menningarnefnda Akraness og Borgarbyggðar frá 24/11 s.l.   Menningarmála- og safnanefnd lýsir ánægju sinni með þennan samráðsfund og samþykkir að halda áfram samráðsferli eins og fram kemur í minnisblaðinu og er formanni og bæjarritara falið að fylgja málinu eftir.

         

5. Umsögn um stefnu stjórnvalda í fornleifavernd.

Menningarmála- og safnanefnd gerir ekki athugasemdir við stefnuna, að undanteknu því að tryggt verði að fjármagn fylgi þeim verkefnum og skyldum sem stefnan hefur í för með sér gagnvart sveitarfélögum verði hún að lögum.

 

6. Málefni Skagaleikflokksins ? húsnæðismál Vesturgötu 119.

Bæjarritari kynnti stöðu málsins, en húsnæðið sem Skagaleikflokkurinn hefur haft til afnota frá síðasta sumri hefur ekki verið fullklárað og því vandkvæði með notkun þess í samræmi við leigusamning þar um.  Bæjarritari lagði fram bréf dags. 8.01.07 til viðkomandi aðila varðandi málið.

 

7. Málefni Bíóhallar.  Viðræður við leigutaka.

Á fundinn mætti til viðræðna Ísólfur Haraldsson, leigutaki Bíóhallarinnar.  Gerði Ísólfur grein fyrir starfsemi í húsinu á síðasta ári, endurbótum sem gerðar hafa verið, nauðsynlegum viðhaldsverkefnum og áætlunum fyrir næstu misseri í rekstrinum.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00