Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

48. fundur 26. júní 2006 kl. 17:00 - 19:30

 48. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn mánudaginn 26. júní 2006 í Bókasafni Akraness og hófst hann kl. 17:00.


 

Mættir:             Magnús Þór Hafsteinsson, formaður

                        Björn Elíson

                        Hjördís Garðarsdóttir

Varamaður:     Hrönn Ríkharðsdóttir

 

Auk þeirra, Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.


  

Formaður setti fundinn og bauð nýja nefnd velkomna til síns fyrsta fundar á kjörtímabilinu.

 

Fyrir tekið:

 

1.  Kynning á verksviði menningarmála- og safnanefndar.

Bæjarritari kynnti helstu verkefni nefndarinnar og hvernig að þeim hefur verið staðið undanfarin ár, einnig kynnti hann fjárhagsáætlun ársins og stöðu bókhalds m.t.t. stöðu þess miðað við fjárhagsáætlun.

 

2.  Kynning á starfsemi Bókasafns Akraness, skjalasafni og ljósmyndasafni.

Halldóra Jónsdóttir kynnti starfsemi safnsins og kynntu nefndarmenn sér síðan innviði hússins.

 

3.  Kynning á Írskum dögum og Vökudögum.

Bæjarritari kynnti undirbúning Írskra daga og það fyrirkomulag sem verið hefur við Vökudaga undanfarin ár.

 

4.  Byggðasafnið að Görðum (skoðunarferð kl. 18:00).

Í lok fundar fóru nefndarmenn í skoðunarferð um Byggðasafnið að Görðum undir leiðsögn Ingibjargar Gestsdóttur og Hjördísar Garðarsdóttur.  Einnig var rætt um möguleika á samstarfi við stjórn Byggðasafnsins í málefnum sem nefndirnar vinna að.

 

5.  Fundarboð nefndarinnar.

Menningarmála- og safnanefnd samþykkir að fundarboð skuli einnig sent varamönnum í þeim tilvikum sem boðað er til fundar.  Í þeim tilfellum sem aðalmenn geti ekki mætt til fundar hefur hann milligöngu um að varamaður mæti í hans stað.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00