Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

26. fundur 07. nóvember 2002 kl. 19:30 - 21:00

4. fundur menningarmála- og safnanefndar var haldinn í fundarherbergi, Stillholti 16-18 , fimmtudaginn  7. nóvember 2002 og hófst hann  kl. 19:30.

________________________________________________________

 

Mættir:

Heiðrún Janusardóttir, formaður

Ella Þóra Jónsdóttir

Inga Ósk Jónsdóttir

Jón Gunnlaugsson

  

Auk þeirra Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs og Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókavörður og Ragnheiður Guðmundsdóttir undir lið 2.           

________________________________________________________________

 

Fyrir tekið:

 

1.       Málefni Bíóhallarinnar. Samkvæmt nýrri bæjarmálasamþykkt heyra málefni Bíóhallarinnar framvegis undir tómstunda- og forvarnarnefnd.

 

2.       Bókasafn Akraness. Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókavörður, kynnti drög að fjárhagsáætlun næsta árs og fór yfir helstu liði. Halldóra ræddi um breytt hlutverk bókasafnsins þar sem æ fleiri nýta sér þjónustu safnsins í tengslum við nám. Það kallar á fleira starfsfólk, sérstaklega menntað í bókasafns- og upplýsingafræði. Halldóra hefur óskað eftir að fá að stofna til stöðu deildarstjóra. Sama upphæð hefur verið ætluð til bókakaupa mörg undanfarin ár. Halldóra sagði frá því að nú er að byrja nám fyrir bókaverði í Borgarholtsskóla. Einn bókavörður ætlað að sækja þetta nám. Rætt um nýja bókasafnskerfið sem vonast er til að verið tekið í notkun um mitt næsta ár. Starfsmaður sem sinnt hefur þjónustu við Sjúkrahúsið og aldraða hefur látið af störfum og verður starfið auglýst á næstu dögum.  Halldóra kynnti þær breytingar sem hún hefur lagt til við gerð fjárhagsáætlunar. Halldóra rifjaði upp að nú liggur fyrir skýrsla um endurbætur á húsinu þar sem gert er ráð fyrir verulegum breytingum á húsnæði safnsins, en skv. fyrirliggjandi áætlun er kostnaður tæplega 60 milljónir.  Rætt var um aðkomu sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar að rekstri safnsins. Menningarmála- og safnanefnd telur nauðsynlegt að gerður verði samningur um þá þjónustu sem safnið á að veita þessum sveitarfélögum og hvað þau eiga að greiða fyrir þjónustuna.

 

3.       Önnur mál.

Rætt um verkefni sem nefndin vill beita sér fyrir:

·          Að skoðaður verði möguleiki á að halda menningardaga á Akranesi á komandi ári.

·          Að funda með stjórnanda Kirkjuhvols til að heyra um sýningaráform á næstunni.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00