Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)
Ár 2001, fimmtudaginn 1. nóvember kl. 20:00 kom menningarmála- og safnanefnd saman til fundar á skrifstofu Akraneskaupstaðar.
Til fundarins komu: Birna Gunnlaugsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Jósef H. Þorgeirsson, Hilmar Sigvaldason og Helga Magnúsdóttir.
Auk þeirra sat Kristján Kristjánsson, safnvörður fundinn.
Þetta gerðist á fundinum:
1. Starfsemi héraðsskjalasafns.
Kristján Kristjánsson lagði fram og gerði grein fyrir greinargerðinni ?Skjalamálum Akranesveitu?. Auk þess gerði hann grein fyrir málefnum skjalasafnsins almennt.
Fyrir dyrum stendur að halda norrænan skjaladag hinn 10. nóvember n.k. og verða þá til sýnis ?pakkamyndir? í anddyri safnsins.
Kristján vék af fundi.
2. Ísólfur Haraldsson og Árni Gíslason komu á fundinn og ræddu málefni Bíóhallarinnar. Margvíslegar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu en aðsókn á bíósýningar mætti vera meiri.
3. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir Bíóhöllina árið 2002. Formaður gerði grein fyrir drögunum.
Áætlunin er rædd rækilega og kom fram í máli manna að mikil nauðsyn er á að halda áfram endurbótum á húsnæði Bíóhallarinnar. Bent var á að húsið á stórafmæli á næsta ári og því fullt tilefni til fagnaðar.
Áætlunin er samþykkt með þeim fyrirvara að nefndin áskilur sér rétt til að gera frekari tillögur um endurbætur á húsnæðinu.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Birna Gunnlaugsdóttir (sign)
Helga Magnúsdóttir (sign)
Jón Gunnlaugsson (sign)
Hilmar Sigvaldason (sign)