Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

12. fundur 05. september 2001 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2001, miðvikudaginn 5. september kl. 20:00 kom menningarmála- og safnanefnd saman til fundar á skrifstofu Akraneskaupstaðar.

Til fundarins komu: Birna Gunnlaugsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Helga Magnúsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir og Hilmar Sigvaldason.
 Auk þeirra sat fundinn:  Helga Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Starfsmannamál Bíóhallarinnar.

Starfstími Ástþórs Jóhannssonar rennur út í lok september n.k.  Málið  rækilega rætt og ákveðið að leysa málið til bráðabirgða um þriggja mánaða skeið.  Formanni falið að framkvæma málið.

2. Menningarstefna fyrir Vesturland.

Helga Gunnarsdóttir greindi frá stöðu mála, sem lítt hefur þokað í sumar, en ákveðið að vinna áfram að málinu.

3. Rætt um útilistaverk Sjávarlistar.

Samþykkt að lagfæra þau verk sem hægt er laga með viðráðanlegum kostnaði en fjarlægja þau ella.

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Birna Gunnlaugsdóttir (sign)
 Helga Gunnarsdóttir (sign)
 Hilmar Sigvaldason (sign)
 Helga Magnúsdóttir (sign)
 Sigríður Valdimarsdóttir (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00