Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

5. fundur 28. nóvember 2000 kl. 20:00 - 22:00
Ár 2000, þriðjudaginn 28. nóvember kl. 20:00 kom menningarmála- og safnanefnd saman til fundar á skrifstofu Akraneskaupstaðar.

Þessir komu til fundarins: Birna Gunnlaugsdóttir,
Jósef H. Þorgeirsson,
Helga Magnúsdóttir,
Karen Lind Ólafsdóttir.

Auk þeirra sat Helga Gunnarsdóttir fundinn.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Umsóknir um styrki af fjárhagsáætlun 2001. Umsóknir bárust frá eftirfarandi:

a) Norræna félaginu.
b) Kvennakórnum Ymi.
c) Tónlistarfélagi Akraness.
d) Skólahljómsveitinni, kr. 330.000.-
e) Kór FEBAN, Hljómi kr. 300.000.-
f) Kirkjukór Akraness.

Nefndin mælir með að allir umsækjendur fái styrk á fjárhagsáætlun fyrir árið 2000.

2. Samkeppni um sérstakt nafn á bókasafnið.

Lagður var fram listi yfir tillögur sem bárust í samkeppninni.

Nefndin mælist til að dómnefnd taki málið til skoðunar á ný.

3. Lagt fram bréf Listaháskóla Íslands, dags. 10. nóvember 2000, um svonefnda ?Hringferð nemenda?.

Samþykkt að fela Helgu Gunnarsdóttur að kanna málið frekar.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Karen Lind Ólafsdóttir (sign)
Birna Gunnlaugsdóttir (sign)
Helga Magnúsdóttir (sign)
Hilmar Sigvaldason (sign)
Helga Gunnarsdóttir (sign)



   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00