Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

299. fundur 22. maí 2001 kl. 20:00 - 22:00

299. fundur íþróttanefndar var haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum,  þriðjudaginn 22. maí 2001 og hófst hann kl. 20:00


Mættir voru: Ingibjörg Haraldsdóttir
Jóhanna Hallsdóttir
Sigurður Hauksson
Sigurðu Haraldsson
Fulltrúi ÍA: Sturlaugur Sturlaugsson
Íþróttafulltrúi:  Stefán Már Guðmundsson


Fyrir tekið:

1. Farið yfir tillögur að breytingu á starfi íþróttafulltrúa. 
Farið yfir þær tillögur sem fram hafa komið. Málin rædd. Unnið áfram í málinu.

2. Gjaldskrárbreyting á aðgangsverði íþróttamannvirkja.
Ingibjörg leggur fram bréf frá bæjarráði þar sem samþykkt hefur verið skv. beiðni frá íþróttabandalaginu um gjaldtöku í tækjasal. Samþykkt var að bætt yrði í gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar 75 krónum á hvern sem fer í tækjasalinn. Gjald þetta verði innheimt og greitt ÍA skv. uppgjöri þrisvar á ári.
Stefán Már kom með hugmynd um hækkun á gjaldskrá íþróttamann-virkjanna og er honum falið að koma með tillögu á næsta fundi.

3. Önnur mál.
Stefán Már gerði fundarmönnum grein fyrir vandræðum við  bilun á öryggismyndavélum í sundlaug. Stefáni gert að senda bæjarráði greinagerð um málið.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21,20

Undirrituð.
Ingibjörg Haraldsdóttir
Sigurður Hauksson
Sigurður Haraldsson
Jóhanna Hallsdóttir
Sturlaugur Sturlaugsson
Stefán Már Guðmundsson

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00