Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

298. fundur 14. maí 2001 kl. 20:00 - 22:00
298. fundur íþróttanefndar var haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum,  mánudaginn 14. maí 2001 og hófst hann kl. 20:00

Mættir voru: Ingibjörg Haraldsdóttir
Sævar Haukdal ritari
Jóhanna Hallsdóttir
Sigurður Hauksson
Sigurðu Haraldsson
Fulltrúi ÍA: Sturlaugur Sturlaugsson
Íþróttafulltrúi:  
 
Fyrir tekið:
Ø Lagðar fram til kynningar tillögur að breytingu á starfi íþróttafulltrúa.
  Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Ø 
Ø 17. júní, fjallkona og ræðumaður.
  Lagt til að fjallkona verði Málmfríður Magnúsdóttir og ræðumaður Ingibjörg Pálmadóttir og formanni falið að ræða við áðurtaldar konur.
 
Ø Fundarboð frá æskulýðs- og félagsmálaráði um sameiginlegan fund með íþróttanefn miðvikudaginn 16. maí 2001 kl. 19:00 þar sem rætt yrði um æskulýðs- forvarnar og íþróttamál sem snúa að börnum og unglingum.
Ø 
Ø Önnur mál.
 Bréf frá Guðlaugu Sverrisdóttur varðandi beiðni fyrir hönd kvennadeildar knattspyrnufélags ÍA um Akraneshlaup.
 Beiðnin samþ.
Vegna mistaka í ritun fundargerðar síðasta fundar misfórst að bóka atkvæðagreiðslu um tillögu sem var eftirfarandi:
Tillaga frá Sævari Haukdal að Íþróttafulltrúa verði falið að gera athugun á íþróttaþáttöku barna á Akranesi.
?Undirritaður óskar eftir að íþróttanefnd feli íþróttafullrúa að gera úttekt á íþróttaþáttöku barna að 16 ára aldri.  Úttektin skal sýna á sem bestan hátt dreifingu íþróttaþáttakanda eftir íþróttagreinum, aldri, og búsetu.  Þegar átt er við búsetu er að flokka þáttakendur milli ?efri? og ?neðri? skaga.?
tillagan samþ. með öllum greiddum atkvæðum.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21,00
 
 
Undirrituð.
Sævar Haukdal ritari
Ingibjörg Haraldsdóttir formaður
Sigurður Hauksson
Jóhanna Hallsdóttir
Sigurður Haraldsson
Sturlaugur Sturlaugsson
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00