Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

297. fundur 03. maí 2001 kl. 12:40 - 14:00
297. fundur íþróttanefndar var haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum,  miðvikudaginn 25. apríl 2001 og hófst hann kl. 18:30
 
Mættir voru: Ingibjörg Haraldsdóttir
Sævar Haukdal ritari
Jóhanna Hallsdóttir
Sigurður Hauksson
Sigurðu Haraldsson (mætti síðar)
Fulltrúi ÍA: Sturlaugur Sturlaugsson
Íþróttafulltrúi:  
 
Fyrir tekið:
Ø Viðræður við garðyrkjustjóra Hrafnkel Proppe varðandi skipulagningu á sparkvöllum á Akranesi.
 
Ø Formanni og ritara falið að gera tillögu að breyttri skipan á starfi yfirmanns íþróttamála á Akranesi.
 
Ø Bréfi frá starfskjaranefnd vísað frá vegna þess að íþróttanefnd telur þetta ekki á sinni könnu að fjalla um kjaramál starfsmanna.
 
Ø Önnur mál.
Ø Íþróttanefnd samþ. erindisbréf fyrir umsjónarmann íþróttavallar á Jaðarsbökkum.
 
Ø Íþróttanefnd samþ. umsóknir um styrki til eftirtaldra aðila samkvæmt viðmiðunarreglum.
o Badmintonfélags Akraness vegna æfinga og keppnisferðar til Danmörku. 2 fargjöld fyrir fararstjóra.
o Badmintonfélag Akraness vegna þátttöku Friðriks V. Guðjónssonar í Evrópumóti unglinga í Póllandi 1 fargjald.
o Sundfélag Akraness vegna keppnisferðar A-hóps til Danmerkur 2 fargjöld fyrir farastjóra.
o Skotfélag Akraness vegna þátttöku Stefáns Gísla Örlygssonar til Heimsbikarmóts á Kýpur 1 fargjald.
o Unglingarnefndar Knattspyrnufélags ÍA vegna æfinga og keppnisferðar 4 flokks til Þýskalands 3 fargjöld fyrir fararstjóra.
o Unglingarnefndar Knattspyrnufélags ÍA vegna æfinga og keppnisferðar 3 flokks til Þýskalands 3 fargjöld fyrir fararstjóra.
o Umsókn Guðmundar Sigurðssonar f.h. Keilufélags Akraness fellur ekki undir reglur um styrkveitingar.
 
Tillaga frá Sævari Haukdal að íþróttafulltrúa verði falið að gera athugun á íþróttaþáttöku barna á Akranesi.
?Undirritaður óskar eftir að íþróttanefnd feli íþróttafulltrúa að gera úttekt á íþróttaþátttöku barna að 16 ára aldri.  Úttektin skal sýna á sem bestan hátt dreifingu íþróttaþátttakanda eftir íþróttagreinum, aldri, og búsetu.  Þegar átt er við búsetu er að flokka þátttakendur milli ?efri? og ?neðri? skaga.?
Umsóknir um störf sem auglýst voru í Póstinum miðvikudaginn 11 apríl voru skoðaðar og var formanni gert að ræða umsækjendur.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20,30
Undirrituð.
Sævar Haukdal ritari
Ingibjörg Haraldsdóttir formaður
Sigurður Hauksson
Jóhanna Hallsdóttir
Sigurður Haraldsson
Sturlaugur Sturlaugsson
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00