Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

283. fundur 05. september 2000 kl. 20:00 - 22:00
283. fundur haldinn í íþróttanefnd 5. sept. 2000.
Mættir eru Stefán Már Guðmundsson íþróttafulltrúi, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sigurður Hauksson, Sigurður Haraldsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Jóhanna Hallsdóttir.
Á fundinn mætti einnig Hörður K. Jóhannesson.

1. Bréf frá Ragnheiði Runólfsdóttur, Ragnheiði Guðjónsdóttur og Hildi Karen Aðalsteinsdóttur.
Sótt er um að fá að starfrækja ungbarnasund og sundskóla á sunnudögum í Bjarnalaug. Þessir aðilar vilja jafnframt sinna baðvörslu í lauginni á þessum dögum.
Íþróttanefnd telur þörf á að hafa Bjarnalaug opna um helgar, og telur það vera þess virði að gera tilraun til að hafa almenningstíma á laugardögum frá kl. 10.-13 og einnig vill nefndin verða við þessari beiðni um að hafa ungbarnasund og sundskóla á sunnudögum. Íþróttafulltrúa falið að sækja um þessa lenginu á opnunartíma sundlaugarinnar með þeim reglum sem settar hafa verið.

2. Gönguferð á vegum íþróttanefndar
Þar sem fyrirhugaðri gönguferð íþróttanefndar 2. sept. var frestað er
Stefáni Má falið að finna leiðsögumann sem er tilbúinn að leiða gönguna og velja gönguleið.

3. Tímatafla íþróttamannvirkja
Töflurnar lagðar fram og samþykktar.

4. Önnur mál
Hörður segir frá framkvæmdum í Bjarnalaug. Búið er að breyta afgreiðslunni, mála laugarsalinn, setja glugga á hvíldarherbergi á efri hæð.
Eftir er að klára afgreiðsluna og vantar fjárveitingu til að ljúka því.
Búið er að skipta um gólfefni á ganginum í íþróttahúsinu við Vesturgötu.
?Rauða? teppið var tekið burt og settur dúkur í staðinn.

Fundið slitið kl. 21.30
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00