Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

6. fundur 24. maí 2000 kl. 16:00 - 17:30
Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn miðvikud. 24. maí 2000
í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 16:00.

Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
Herdís Þórðardóttir,
Pétur Ottesen,
Þorsteinn Ragnarsson.

Auk þeirra yfirhafnarvörður, Þorvaldur Guðmundsson og hafnarstjóri, Gísli Gíslason.

Formaður setti fundinn.

Fyrir tekið:

1. Lóðamál.
Gerð var grein fyrir viðræðum við fulltrúa Faxamarkaðar um lóðamál og hugsanlega byggingarlóð á hafnarsvæðinu. Ákveðið að fela hafnarstjóra að ræða við fulltrúa Faxamarkaðar og Björgunarfélags Akraness.

2. Löndun úr frystitogurum.
Gerð var grein fyrir viðræðum við fulltrúa HB um hugsanlega löndun úr frystitogurum á Faxabryggju. Hafnarstjóra falið að ræða frekar við HB um málið.

3. Smíði lóðsbáts.
Gerð var grein fyrir stöðu málsins.

4. Sjómannadagurinn.
Gerð var grein fyrir stöðu málsins og afmælisriti sem hafnarstjórn mun gefa út í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá upphafi hafnargerðar á vegum hafnarsjóðs. Gert er ráð fyrir sýningu á myndum frá Akraneshöfn í Kirkjuhvoli júlí og ágústmánuði.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00