Fara í efni  

Fulltrúaráð Grundartangahafnar (2002-2004)

2. fundur 18. desember 2002 kl. 14:00 - 15:00

Ár 2002 miðvikudaginn 18. desember  kom fulltrúaráð Grundartangahafnar saman til fundar í fundarsal Íslenska Járnblendifélaginu að Grundartanga og hófst fundurinn kl. 14.00.

_____________________________________________________________

 

Mættir voru: Sturlaugur Haraldsson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Sigurður Sverrir Jónsson,
 Sigurður Valgeirsson,
 Hjördís Stefánsdóttir,
 Stefán G. Ármannsson,
 Davíð Pétursson,
 Ingi Tryggvason,
 Guðmundur Páll Jónsson,
 Elínbjörg Magnúsdóttir,
 Eiður Ólafsson.

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri Grundartangahafnar og Svandís Vilmundardóttir.

_____________________________________________________________

 

Fyrir tekið:

 

1. Starfsemi Grundartangahafnar.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum stjórnar síðustu mánuði.  M.a. nefndi hann viðræður við Norðurál hf. varðandi stækkun verksmiðjunnar, undirbúning varðandi stækkun hafnarinnar, skipulagsmál, vegtengingu á iðnaðarsvæðið og fleira.

 

2. Rekstraryfirlit Grundartangahafnar frá 1.1.  ? 30.9.2002 ásamt rekstrarspá til áramóta.
Svandís Vilmundardóttir fór yfir rekstraryfirlitið.

 

3. Fjárhagsáætlun 2003.
Svandís Vilmundardóttir og hafnarstjóri gerðu grein fyrir helstu fjárhagsstærðum í áætluninni.  Áætlunin lögð fram.

Talsverðar umræður urðu um framtíðarsýn á iðnaðarsvæðið á iðnaðarssvæðið á Grundartanga og starfsemi og hlutverk Grundartangahafnar.  Einnig var rætt um skipulagsmál og fleiri atriði sem tengjast svæðinu.

 

4. Önnur mál.
Hafnarstjóri færði Svandísi Vilmundardóttur bestu þakkir fyrir vel unnin störf en um áramót færast fjármál hafnarinnari yfir til Klafa.  Færði hann henni kveðjugjöf frá stjórn og fulltrúaráði.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00