Fara í efni  

Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)

22. fundur 02. febrúar 2005 kl. 20:00 - 22:00

 Ár 2005, miðvikudaginn 2. febrúar kl. 20:00 kom framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í safnahúsinu að Görðum.


Til fundarins komu:          Sveinn Kristinsson,

                                          Jósef H. Þorgeirsson,

                                          Hallfreður Vilhjálmsson,

 

Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður, fundinn.


 

1. Jón lagði fram niðurstöður um aðsókn og tekjur fyrir árið 2004 og samanburð við árið 2003.

Heildarfjöldi gesta  á safnasvæðið var á árinu 26.860 og aðgangseyrir samtals kr. 3.081.300.-

 

2. Geymslumál.

 Húsnæðið sem safnið hefur nú á leigu við Bárugötu hefur skipt um eigendur.  Ákveðið að kanna möguleika á byggingu þjónustuskála að Görðum og forstöðumanni falið að undirbúa skoðunarferð til Eyrarbakka.

 

3.  Rætt um skoðunarferð á safnasvæðið á Siglufirði í apríl n.k.  Samþykkt að vinna að því.

 

4. Samingur um afnot af Fróðá.  

Málið rætt en engin ákvörðun tekin.

 

5. Forstöðumaður lagði fram drög að kjarasamningi sem var ræddur rækilega og ákveðið að vísa málinu til stjórnar.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Jósef H. Þorgeirsson (sign)

Hallfreður Vilhjálmsson (sign)

Sveinn Kristinsson (sign)

Jón Allansson (sign)

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00