Fara í efni  

Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)

21. fundur 20. október 2004 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2004 miðvikudaginn 20. október kl. 20:00 kom framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í safninu.


Til fundarins komu:           Sveinn Kristinsson,

                                       Jósef H. Þorgeirsson

                                       Hallfreður Vilhjálmsson.

 

Auk þeirra sat Jón Allansson forstöðumaður fundinn.

 

Þetta gerðist á fundinum:

 

1. Fjárhagsáætlun 2005.

 Drög að fjárhagsáætlun rædd rækilega og ákveðið að vísa henni til stjórnar.

 

2. Drög að safnastefnu lögð fram til kynningar og athugunar milli funda.

 

3. Lögð fram drög að skipulagsskrá fyrir Byggðasafn Akraness og nærsveita.

Afgreiðslu frestað.

 

4. Rætt um útbrotakirkju, sérstaklega efnisöflun til hennar og væntanlega staðsetningu.

 

5. Stúkuhúsið.

Forstöðumaður greindi frá því að jarðvegskiptum í grunni væri lokið og framkvæmdir við grunninn sjálfan hefjast á næstu dögum.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Jósef H. Þorgeirsson (sign)

Sveinn Kristinsson (sign)

Hallfreður Vilhjálmsson (sign)

Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00