Fara í efni  

Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)

4. fundur 20. ágúst 2001 kl. 20:30 - 22:00

Ár 2001, mánudaginn 20. ágúst kl. 20:30 kom framkvæmdanefnd Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar að Görðum.

Til fundarins komu: Valdimar Þorvaldsson,
 Anton Ottesen,
 Jósef H. Þorgeirsson.

Auk þeirra sat Jón Allansson forstöðumaður fundinn.

Þetta gerðist á fundinum:
1. Lagður fram uppdráttur nr. 01.160, sem er skipulagstillaga um svæðið að Görðum í næsta nágrenni safnaskemmu, Sigurfara og safnahúsið.
 Málið rætt og gengið á vettvang en engin ákvörðun tekin að sinni.
2. Lagt fram bréf Þorsteins Þorleifssonar, dags. 20. ágúst 2001 um kostnað við Steinaríki Íslands og beiðni um að samningur frá 31. mars 2000 verði tekinn til endurskoðunar.
 Samþykkt að vísa erindinu til eignaraðila.
3. Samþykkt að leggja til að íbúar Akraness og sveitanna sunnan Skarðsheiðar sem eru 67 ára og eldri fái ókeypis aðgang að öllum söfnum á safnasvæðinu.

   Fleira ekki gert ? fundi slitið.
    Jósef H. Þorgeirsson (sign)
   Anton Ottesen (sign)
   Valdimar Þorvaldsson (sign)
   Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00