Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

144. fundur 16. september 2014 kl. 16:30 - 18:40 í Þorpinu, Þjóðbraut 13
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Starfsáætlun Þorpsins 2014-2015

1409098

Heiðrún og Ruth fóru yfir starfsáætlun Þorpsins 2014-2015.

2.Tómstundaframlag - nýting framlagsins - 2014

1409099

Heiðrún og Ruth fóru yfir ólíka gjaldskrá þátttakenda í frístundaklúbbnum, Gaman saman og Fjölsporti sem fer fram í Þorpinu. Óskað er eftir að gjaldskráin verði samræmd í eina og að hægt verði að nýta Tómstundaframlagið í frístundastarfinu í Þorpinu. Fjölskylduráð óskar eftir tillögu að útfærslu þessarar hugmyndar.

3.Styrkir og auglýsingar 2014 (styrktarlínur)

1401102

Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála mætti á fundinn kl. 16:30.
Erindi frá Lífsýn forvarnasamtök þar sem óskað er eftir fjárhagsstuðningi kr. 100.000 til að halda fund og námskeið fyrir ungmenni á Akranesi og styrkja þannig við verkefnið ,,Þú skiptir máli".
Fjölskylduráð hafnar erindinu.

4.R&G Hagir og líðan ungs fólks á Akranesi. 8., 9. og 10. bekkur 2014

1406147

Vilborg Guðbjartsdóttir mætti á fundinn kl. 16:50. Heiðrún fór yfir niðurstöður úr könnun Rannsóknar og greiningar sem lögð var fyrir nemndur í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum á vorönn 2014, auk könnunar sem lögð var fyrir framhaldsskólanemendur.
Ruth Rauterberg yfirþroskaþjálfi ? umsjónarmaður frístundaklúbbsins mætti á fundinn kl. 17:10.

5.Ársskýrsla Þorpið 2013-2014

1407047

Heiðrún lagði fram Ársskýrslu Þorpsins 2013-2014.

Fundi slitið - kl. 18:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00