Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

22. fundur 04. nóvember 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Skólastarf - hagnýting nýlegra rannsóknaniðurstaðna.

910107

Lagt fram.

2.Málþing SSV 9. nóv. 2009

910114

Lögð fram dagskrá málþings SSV þar sem fjallað er um yfirfærslu málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga sem haldið verður á Hótel Hamri 9. nóvember 2009 kl. 17:00.

3.Húsaleigubætur - minnisblað okt. 2009

910064

Málinu frestað.

4.Brekkubæjarskóli - forfallakennsla

910115Bókun skólaráðs lögð fram. Fjölskylduráð fjallað um málið á fundi sínum 16. september sl. og bókaði m.a. að framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu væri falið að vinna að málinu og finna lausn hið fyrsta.

5.Sumarlokun leikskóla sumarið 2010

911006


Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að leikskólarnir loki í 4 vikur á komandi sumri. Fjölskylduráð telur að að það óhagræði sem 5 vikna lokun leikskólanna hefur í för með sér fyrir foreldra vegi þyngra en sú fjárhæð sem sparast.


Fjölskylduráð mælir með því að gerðar verði kannanir meðal foreldra um hvaða tímabil verða fyrir valinu eins og gert var sl. vor með góðum árangri. Fjölskylduráð væntir þess að ákvörðun um hvenær leikskólarnir loka, liggi fyrir áður en árið er liðið.

6.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins

911005

Fjallað um tillögu verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála þar sem gerð er tillaga um að bæjarstjórnarfundur unga fólksins verði haldinn á 30 ára afmæli Arnardals 12. janúar nk.. Fjölskylduráð styður þessa tillögu og vísar málinu til bæjarstjórnar til ákvörðunar.

7.Málefni fatlaðra flutningur yfir til sveitarfélaga

905030

Framkvæmdastjóri lagði fram erindisbréf fyrir starfshópinn og bréf til bæjarráðs. Fjölskylduráð samþykkir erindisbréfið.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00