Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

34. fundur 17. mars 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Skóladagatal 2010 - 2011

1003089



Fyrir fundinum lá tillaga að skóladagatali vegna skóladagatals 2010 - 2011. Skólastjórar fóru yfir dagatalið skólasetning verður 24. ágúst 2010 og skólaslit 3. júní 2011. Vetrarfrí verður 21., 22. og 25. október. Fjallað hefur verið um skóladagatalið í skólaráðum og kennarafundum og samráð hefur verið haft við FVA. Fjölskylduráð staðfestir skóladagatalið fyrir sitt leyti.

2.Endurmenntunaráherslur grunnskólanna

1003091


Fjallað um áherslur í endurmenntun grunnskólanna næstu annir. Áhersla er á lestur, bæði byrjendalæsi og orð af orði á miðstigi. Einnig verður unnið áfram með innleiðingu á ritunarferlinu.

3.Nemendaferðir grunnskólanna

1003090


Rætt um nemendaferðir sem farnar eru á vegum grunnskólanna. Skólastjórar fóru yfir þær ferðir sem eru lengri og kostnaðarsamar. Annars vegar er ferð í Reykjaskóla en þá eru nemendur í 5 daga. Foreldrar greiða kostnað vegna uppihalds og ferða en skólarnir greiða laun kennara. Hins vegar er lokaferð 10. bekkjar en nemendur afla peninga í gegnum brauðsölu og annarrar fjáröflunar en skólarnir greiða launakostnað.

4.Forvarnarfræðsla

1003092

Rætt um fræðsluna "Tölum saman um kynlíf" en foreldrafélögin hafa áhuga á að þessi fræðsla eigi sér stað á þessari önn. Skólastjórar taka undir orð foreldra og lýsa yfir vilja til þess að fræðslan eigi sér stað fyrir skólalok.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00